Karfan er tóm.
Signe frá Everest verður með ýmsan skautabúnað til sölu á sunnudag á meðan á mótinu stendur s.s. kjóla, pils, sokkabuxur o.fl. Eftir mótið býðst Íris Kara skautakona til að veita ráðgjöf í sambandi við ýmislegt er viðkemur skautaiðkun t.d. notkun á gelpúðum, val á skautum o.fl.
Hvet alla iðkendur til að kíkja inní Skautahöll á sunnudag milli kl. 8 - 13 hvort semþeir eru að keppa eða ekki. Skoða úrvalið og styðja okkar stelpur um leið sem eru að keppa.
STELPUHOKKÍDAGURINN verður haldinn laugardaginn 30.október n.k. milli 13.00 og 15.00 í Skautahöllinni á Akureyri.
Allar stelpur, sérstaklega á aldrinum 6-12 ára, eru boðnar velkomnar til að koma og prófa íshokkí. Þær geta hitt stelpur sem eru að æfa og fengið byrjendaleiðsögn í þessari skemmtilegu íþrótt. Landsliðsstelpurnar okkar verða á staðnum og fá allir sem vilja tekna ljósmynd af sér með þeim í landsliðstreyju. Foreldrum verður boðið upp á kaffi á meðan. Auglýsing
Búið er að draga í keppnisröð fyrir Frostmótið sunnudaginn 31. október
Þeir sem pöntuðu æfingargalla geta fengið þá afhenta í fundarherberginu inn í skautahöll frá kl 17:00-19:00 fimmtudaginn 28 okt.
Í kvöld, mánudagskvöld kl 19.30 fer fram vináttuleikur í skautahöllinni þar sem SA víkingar taka á móti liði áhugamanna frá Toronto í Kanada. Þessi lið mættust síðast fyrir 2 árum þegar lið Toronto hafði betur í vítakeppni. Lið Toronto er skipað eldri leikmönnum en tóku þátt í heldri manna mótinu Icelandair Cup í Egilshöll um liðna helgi þar sem mótsgjöldum var safnað til styrktar Rauðakross Íslands. Þess að auki hafa liðsmenn Toronto komið að því að safna styrkjum erlendis fyrir íslenskt íshokkí sem hugsanlega mun svo renna til SA ef úr rætist.
Á morgun mætir svo Toronto liðið Jötnum á sama stað kl 19.15.
Er að fá skauta buxur um næstu helgi, þessar svörtu flís sem koma undir skautann. Ef þú vilt fá buxur með þessari sendingu þá endilega sendu á mig mail / SMS í síðasta lagi miðvikudaginn 27. okt..
Allý / allyha@simnet.is - 8955804