Myndir úr leik Jötna og Víkinga

Þá eru komnar myndir úr leik Jötna og Víkinga sem spilaður var í gærkveldi. Þær eru hér.

Akureyrarmótið: Fífurnar á sigurbraut

Fífurnar hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína í mótinu.

SKAUTAHLÍFAR - SKAUTABUXUR

Var að fá mjúkar skautahlífar sem gott er að hafa á skautunum í skautatöskunum. Var líka að fá svörtu flís skautabuxurnar sem koma niður fyrir skautann í stærðum 6-8, 8-10, 10-12 og 12-14.  MINNI á skautatöskurnar sem eru með sér hólfi fyrir skautana.

Endilega hringið, sendið SMS eða mail og komið svo og skoðið - mátið.

Allý - 8955804 / allyha@simnet.is

Víkingar unnu Jötna, 5 - 1

Í gærkvöldi mættust hér í Skautahöllinni Akureyrar og Skautafélagsliðin Víkingar og Jötnar.  Þetta er fyrsta viðureign liðanna og það var virkilega skemmtilegt að sjá þennan stóra leikmannahóp etja kappi.  Í lið jötnanna voru mættir nokkrar gamlar kempur sem ánægjulegt var að sjá aftur í galla, t.d. Erling Heiðar Sveinsson, Elvar Jónsteinsson og Geira Geira auk þess sem Árni Jónsson var mættur í vörnina ásamt Úlfi.

Akureyrarmótið: Þriðja umferð í kvöld

Þriðja umferð Akureyrarmótsins í krullu verður leikin í kvöld, miðvikudagskvöldið 6. október.

Leikir kvöldsins

Í kvöld kl 19.30 fara fram tveir leikir í Íslandsmótinu þegar Jötnar og Víkingar mætast og Björninn tekur á móti SR í Egilshöll. Staðan í deildinni er þannig að SA, Jötnar og Björninn eru öll með 3 stig en SR situr á botninum með ekkert stig. Leikirnir í kvöld munu því skera úr um hvaða lið mun sitja á toppnum fram að helgi að minnsta kosti.

Yfirlit um mót erlendis

Langar þig á mót erlendis en veist ekki hvar þú átt að leita upplýsinga?

Akureyrarmótið: Fífurnar efstar með tvo sigra

Önnur umferð Akureyrarmótsins var leikin í kvöld.

Myndir úr leik helgarinnar Jötnarnir Vs Björninn

Þá eru komnar nokkrar myndir úr leik Jötna og Bjarnarins sem fór fram á laugardaginn. Þær eru hér

Foreldrafundir LSA

Foreldrafundirnir LSA verða þrískiptir í ár. Foreldrafundur fyrir byrjendur, þar verður farið yfir grunnatriði hvað varðar iðkun listhlaups. Foreldrafundir lengra komna iðkenda verður tvískiptur, A og B hópa og svo C hópa. Mikilvægt er að foreldrar iðkenda listhlaupadeildar mæti því farið er yfir skautaveturinn sem framundan er, hvað verður að gerast í vetur, hvaða dagsetningar er mikilvægt að muna, verða grunnpróf í desember.

Foreldrafundur C-hópa verður mánudagskvöldið 11 október klukkan 20.00-21:00, fundarherbergi SA

Foreldrafundur byrjenda (D-hópa) verður miðvikudaginn 13 október klukkan 16:40-17:20, fundarherbergi SA

Foreldrafundir A og B hópa verður miðvikudagskvöldið 13 október klukkan 20.00-21:00, fundarherbergi SA