LÆKKUN Á SKAUTABUXUM

Ný sending af skautabuxum eru komnar til landsins og hafa lækkað í verði.

 KV Allý / allyha@simnet.is

Dómaranámskeið

Dómaranámskeiðið er fyrir alla sem fæddir eru 1995 eða eldri. Allir gjaldgengir eru því hvatir til þess að mæta sérstaklega ef þig langar í smá aur í vetur fyrir að standa á svellinu.

Svona lýtur dagskráin út fyrir helgina:

Föstudagur 24. september

Námskeið í kennslustofu 19.00 – 22.00

Laugardagur 25. September

Námskeið og próf á ís 08.00 – 9.45
Námskeið í kennslutofu 10.20 – 12.20
Námskeið fyrir box-fólk 13.30 – 15.30
Trim fundur með starfandi dómurum á Akureyri 15.00 – 16.00

Sunnudagur 26. September.

Námskeið í kennslustofu og próf 9.30.  – 12.30

 

Afís próf hjá Söruh

Þær sem eiga eftir að taka afís prófið hjá Söruh eiga að gera það á föstudaginn 24 september. Nöfn og tímasetning

Styttist í Evrópumótið

Keppni í C-flokki Evrópumótsins í krullu hefst föstudaginn 24. september.

Titilvörnin hefst um helgina

Um helga munu Bjarnarmenn koma í heimsókn og spila gegn Víkingunum hér í Skautahöllinni á laugardaginn kl. 17:30.  Þessi lið mættust í æsispennandi úrslitakeppni síðasta vor þar sem við bárum sigur úr býtum í 5. leik úrslitanna.  Liðin mættust svo aftur í Asetamótinu fyrr þessum mánuði og þar urðum við að láta í minni pokann gegn þeim í tveimur viðureignum.

 

Það er hins vegar ekki hægt að ganga út frá einhverju vísu í þessu því liðin öll virðast jöfn a.m.k. ef reynt er að lesa eitthvað úr þessum fyrstu leikjum tímabilsins.  SR lagði Björninn nokkuð auðveldlega í æfingaleik á dögunum og svo lögðu Jötnarnir SR-inga um síðustu helgi.

SKAUTATÖSKUR - SKAUTABUXUR

Skautatöskur og skautabuxur er hægt að skoða og kaupa / panta  hjá mér.

Allý / allyha@simnet.is - 8955804 ,,,,  PS  er ekki við síma milli kl. 13 - 16:30

Nú er rétta tækifærið til að fá frítt inn á leiki í vetur!

Hokkídeildin leitar eftir sjálfboðaliðum í vinnu á leikjum í vetur, störf sem eru í boði eru ritari, klukka, boxið, markadómari ofl.  Frábær þjálfun fyrir barnamótin sem verða í vetur.

Akureyrarmótið. 7 lið tilkynntu þátttöku.

Sjö lið tilkynntu þátttöku í Akureyrarmótinu sem hefst á mánudag.

Dómaranámskeið

Um helgina verður haldið dómaranámskeið á Akureyri þar sem farið verður yfir helstu reglur og breytingar í ár. Tími og staðsetning verður auglýst hér á síðunni seinna í þessari viku.

Rétt er að minna á að þáttakendur ættu að lesa OPM og fara yfir reglubókina og case book fyrir námskeiðið, hægt er að sækja það á vef IIHF:

Reglubók: http://www.iihf.com/iihf-home/sport/iihf-rule-book.html

Tveir sigrar í gær

Í gærkvöldi spiluðu Jötnar og Valkyrjur við Skautafélag Reykjavíkur.  Þetta var um margt mjög merkilegt kvöld því þarna voru tvö ný lið kynnt til sögunnar.  Skautafélag Reykjavíkur teflir fram kvennaliði að nýju eftir langt hlé og er það sérstak ánægjuefni fyrir íslenskt kvennahokkí og nú eru liðin orðin fjögur með Ynjunum.

Hitt nýja liðið, Jötnarnir frá Akureyri, var jafnframt að spila sinn fyrsta leik og í því liði voru nokkrir leikmenn að spila sinn fyrsta leik í meistaraflokki.   Af yngri leikmönnum voru Sigurður Reynisson og Ingþór Árnason að spila sinn fyrsta meistaraflokkleik, en þeir spila báðir í 3.flokki.  Einar Eyland fékk eldskírn sína í markinu en hann hefur áður verið á bekknum en ekki tekið heilan leik.  Af eldri leikmönnum voru tveir Old-boys leikmenn að spila sína fyrstu leiki, þeir Gunnar Jónsson fæddur 1985 og Bergur Jónsson fæddur 1971, en báðir þessir leikmenn æfðu þó hér á árum áður.  Geir Borgar Geirsson reimaði á sig skautana að nýju og spilaði með en Geiri er þar með orðinn elsti leikmaður deildarinnar, fæddur 1966.  Hann spilaði síðast með Narfa frá Hrísey.