Karfan er tóm.
Í kvöld mættust Jötnarnir og Björninn hér í Skautahöllinni, en þetta var fyrsti heimaleikur Jötnanna. Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda. Liðin skiptust á að skora og aldrei skyldi meira en eitt mark liðin að. Björninn bar þó sigur úr býtum, 6 – 5 í leik þar sem allt gat gerst.
Það var Josh Gribben sem opnaði markareikninginn með “wrap around-i” óstuddur. Trausti Bergmann jafnaði leikinn tveimur mínútum síðar og leikar stóðu jafnir 1 – 1 eftir fyrstu lotu. Það var svo brimbrettakappinn og bílabónarinn Úlfar Andrésson sem náði forystunni fyrir gestina í “power play” um miðbik 2. lotu en alls urðu mörkin 6 talsins í lotunni, þrjú hjá hvoru liði. Hinn ungi og efnilegi Sigurður Reynisson jafnaði leikinn skömmu síðar eftir frákast frá Jóni Gíslasyni, en þess má geta að Reynisson er í 3. flokki og aðeins 15 ára gamall. Hin mörk Jötnanna í lotunni skoruðu Jón Gíslason og Orri Blöndal. Mörk Bjarnarins skoruðu Brynjar Bergmann, litli bróðir Trausta, og svo kom Úlli með annað.
Skautahöllinni Akureyri, 30-31 Október. Fyrir A, B og C keppendur
Lokadagur Skráninga og greiðslu keppnisgjalda er 04.10.2010
Skrá skal keppendur í linknum hér til vinstri undir "skráning keppenda" og leggja inn á reikning 1145-26-3770, kt: 510200-3060. Mikilvægt að senda kvittun á didda@samvirkni.is til að staðfesta greiðslu. Keppnisgjald er 2000 kr. Ef ekki er búnið að skrá sig og borga keppnisgjaldið þegar skráningafrestur rennur út er litið svo á að viðkomandi skautari ætli ekki að taka þátt. Ekki verður hægt að skrá sig eftir að frestur rennur út.