Fjölgun liða í meistaraflokkum SA
18.09.2010
Íslandsmótið hefst um helgina með tveimur leikjum, öðrum í kvenna og hinum í karlaflokki. Skautafélag Akureyrar teflir að þessu sinni fram tveimur liðum í báðum meistaraflokkunum en það voru stelpurnar sem riðu á vaðið strax í fyrra. Þar sem ruglings var farið að gæta með nöfnin og hvaða lið væri hvað, en þau voru ýmist kölluð eldri og yngri, a og b eða SA1 og SA2, var ákveðið að skíra í raun liðin upp á nýtt.