Bikarmótið: Fálkar og Mammútar áfram

Fálkar og Mammútar unnu leiki sína í fyrstu umferð Bikarmótsins.

Morgunæfing

Hæhæ

Það er morgunæfing á morgun (6:30 - 7:20) fyrir C1 til þess að æfa jólasýninguna!:)

Vonumst til að sjá sem flesta

-Berglind og Ólöf 

Ný sending af skautatöskum

Á morgunn þriðjudag koma nýjar munstraðar skautatöskur. Þeir sem eru að hugsa um þær fyrir jólin eru beðnir að hafa samband sem fyrst.

Allý - allyha@simnet.is / 8955804  Er ekki við síma milli kl. 13 - 16:30 :o)

Bikarmót Krulludeildar - 1. umferð

Fyrsta umferð Bikarmóts Krulludeildar fer fram í kvöld, mánudagskvöldið 6. desember.

Íslandsmót ÍSS

Þá er Íslandsmóti ÍSS lokið og komu nokkur verðlaun í hlut skautara frá LSA

Í flokki 12 A var Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir í 2 sæti, í Novice B var Birta Rún Jóhannsdóttir í 2 sæti og Hrafnhildur Lára Hildudóttir í 3 sæti. Við óskum þeim til hamingju. Úrslit mótsins má sjá á síðu Skautasambands Íslands http://www.skautasamband.is/static/files/islandsmot10/ 

Vinningshafar í Hangikjöts-Lottó

Dráttur hefur farið fram í Hangikjöts-Lottóinu og eftirfarandi hlutu vinning 

KEA styrkir ungliðastarf Hokkídeildar, Kærar þakkir KEA.

Þann 24. nóv. síðastliðinn ákvað KEA að veita Hokkídeild Skautafélags Akureyrar 200.000,- kr. styrk til kaupa á hlífðarbúnaði fyrir byrjendur og yngri iðkendur deildarinnar. Þessi styrkur er ómetanlegt framlag til nýliðunar og ungliðastarfs deildarinnar og aðkoma sterkra aðila að uppbyggingu í íþróttastarfi er það sem gerir okkur mögulegt að halda úti öflugu starfi börnunum okkar til heilla og hollustu í erfiðu árferði niðurskurðar og samdráttar. Íshokkídeildin vill nota tækifærið og þakka öllum sem styðja við starfið með stóru eða smáu og gera okkur þar með mögulegt að halda starfinu áfram.  Kærar þakkir.

Skauta- og útivistaratnaður frá Everest

Langar að minna á að ég er með umboðssölu frá Everest. Er með gott úrval af Mondor sokkabuxum f. skautara, flísbuxum o.fl.

Svo get ég útvegað frábæran útivistarfatnað. Endilega kíkið inná everest.is og hafið samband ef það er eitthvað sem ég get hjálpað með rakelhb@simnet.is 662 526 

Upplagt í jólapakkann :)

kv. Rakel Bragadóttir.

Tilkynning ef iðkandi ætlar að hætta

Athugið!

Þeir iðkendur sem ætla ekki að æfa á vorönn vinsamlegast sendi póst með nafni og kennitölu iðkenda og greiðanda.

Á gjaldkera listhlaupadeildarinna didda@samvirkni.is

í síðasta lagi 15.des 

Aðventumótið - Rúnar og Sigfús byrja með stæl

Fyrstu tvær umferðirnar í Aðventumótinu fóru fram í kvöld.