4 Nations mót U18 stúlkna hefst í Laugardal í dag

Íslenska U18 landslið kvenna í íshokkí tekur þátt í 4 Nations móti í Laugardal nú um helgina. Mótið er alþjóðlegt æfingamót en auk Íslands eru þáttökuþjóðir Spánn, Bretland og Póland. Öllum leikjunum verður streymt á ÍHÍ TV. Fyrsti leikur Íslands er í kvöld kl. 20:30 þegar liðið tekur á móti Póllandi. Við eigum fjölmarga fulltrúa í liðinu og Sarah Smiley okkar er aðalþjálfari liðsins.

SA vs SR í Hertz-deild kvenna

SA tekur á móti SR í Hertz-deild kvenna á laugardag kl. 16.45. SA er á toppi deildarinnar með 9 stig eins og Fjölnir en SR er enn án stiga. Miðaverð er 1000 kr. og frítt fyrir 16 ára og yngri. Forsala miða fer fram í gegnum miðasölu appið Stubb.

Hertz-deild karla: SA Víkingar vs SR

Það verður toppslagur í Hertz-deild karla á laugardag þegar SA Víkingar taka á móti Skautafélagi Reykjavíkur í Skautahöllinni Akureyri kl: 16:45. Síðasti leikur þessara liða var ótrúleg skemmtun og ekki ólíklegt að þessi verði það einnig enda toppsæti Hertz-deildarinnar í húfi. Miðaverð er 1000 kr. og frítt fyrir 16 ára og yngri. Forsala miða fer fram í gegnum miðasölu appið Stubb

HAUSTMÓT ÍSS 2021

Dagana 1.-3. október fór fram Haustmót ÍSS 2021 sem er jafnframt fyrsta mót vetrarins, mótið var haldið í Egillshöllinni í Reykjavík. Átti LSA 11 keppendur að þessu sinni, Stúlkurnar röðuðu sér í toppsætin í flestum keppnisflokkum og komu með silfurverðlaun í Basic Novice, gull og silfurverðlaun í Intermediate Novice og Advanced Novice og gullverðlaun í Intermediate Women og Junior Women.

Aldís Kara kominn inná Evrópumót fullorðna

Um síðustu helgi fór fram Finlandia Trophy í Espoo í Finnlandi. Aldís Kara Bergsdóttir var mætt til keppni, en þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur skautari keppir í Senior Women á mótinu.

Krulludagar

Öll mánudagskvöld í október verða opnir dagar hjá Krulludeild SA

Krullan í gang

Byrjum í kvöld

SA Víkingar fá Skautafélag Reykjavíkur í heimsókn um helgina

Það verður toppslagur í Hertz-deild karla á laugardag þegar SA Víkingar taka á móti Skautafélagi Reykjavíkur í Skautahöllinni Akureyri kl: 16:45. Bæði lið hafa unnið 2 leiki í deildinni og verður því hart barist um toppsætið. Miðaverð er 1000 kr. og frítt fyrir 16 ára og yngri. Forsala miða fer fram í gegnum miðasölu appið Stubb.

SA Víkingar á heimleið úr Continental Cup

SA Víkingar eru dottnir úr keppni í Continental Cup eftir 6-12 ósigur í dag gegn heimaliðinu Hockey Punks Vilnius. Leikurinn var mikill rússíbani og mörkin komu á færibandi en Andri Mikaelsson skorað 3 mörk Víkinga í dag en Jóhann Leifsson, Ævar Arngrímsson og Gunnar Arason skoruðu hin 3 mörkin. SA Víkingar fara því ekki lengra í keppninni en þeir töpðuðu 1-6 gegn Eistnesku meisturunum í Tartu Valk í gærkvöld þar sem Jóhann Leifsson skoraði eina mark Víkinga.

ALDÍS KARA BERGSDÓTTIR FYRST ÍSLENSKRA SKAUTARA AÐ NÁ LÁGMÖRKUM INNÁ EVRÓPUMEISTARAMÓT

Aldís Kara Bergsdóttir lauk keppni í dag á Nebelhorn Trophy sem fram fer í Oberstdorf í Þýskalandi. Mótið á sér langa sögu og dregur árlega að sér marga þá fremstu í íþróttinni ásamt því að dómarar og tæknisérfræðingar/-stjórnendur mæta þangað til þess að endurnýja réttindi sín hjá Alþjóða skautasambandinu (ISU). Þetta ár voru margir keppendur skráði til leiks í öllum greinum þar sem að um er að ræða síðasta mótið þar sem hægt er að vinna sér inn keppnisrétt á Ólympíuleikunum 2022.