24.09.2021
SA Víkingar eru nú lagðir af stað til Vilníus í Litháen þar sem liðið mun taka þátt í fyrstu umferð Continental Cup. Í riðlinum ásamt SA Víkingur eru Litháensku meistararnir Hockey Punks Vilníus og Eistnesku meistararnir Tartu Valk 494. Þessi lið mætast í dag en SA Víkingar hefja leik á morgun laugardag kl. 14.00 á íslenskum tíma þegar liðið mætir Tartu Valk 494 og svo á sama tíma á sunnudag gegn heimaliðinu Hockey Punks en leikið er í Pramogu Arena í Vilníus sem tekur um 2500 manns í sæti.
24.09.2021
Aldís Kara Bergsdóttir var mjög nálægt sínu besta í undankeppni Ólympíuleikanna í gær þegar hún fékk 39.92 stig fyrir stutta prógramið sitt og er í 31. sæti sem stendur. Aldís er fyrsti íslenski skautarinn til þess að taka þátt í undankeppni Ólympíuleikanna an margir af bestu skauturum heims eru á mótinu eins og t.d Alysa Liu frá Bandaríkjunum sem nú situr í efsta sæti en hún varð Bandarískur meistari bæði 2019 og 2020.
23.09.2021
SA tekur á móti SR í Hertz-deild kvenna nú um helgina í tveimur leikjum. Sá fyrsti fer fram á laugardag kl. 16.45 og sá síðari á sunnudag kl. 9.00. Miðaverð er 1000 kr. og frítt fyrir 16 ára og yngri. Forsala miða fer fram í gegnum miðasölu appið Stubb.
16.09.2021
Atli Þór Sveinsson er kominn heim í SA eftir að hafa spilað í nokkur ár í Þýskalandi og Finnlandi. Atli er 19 ára varnarmaður uppalinn í SA en flutti ungur út til Þýskalands með fjölskyldu sinni og spilaði þar fyrir unglingalið stórliðsins Eisbären Berlín en síðasta vetur spilaði hann með U20 liði Roki í Finnlandi. Atli hefur spilað með fyrir öll unglingalandslið Íslands og á einnig 3 leiki með A-landsliðinu.
14.09.2021
Eltech og Íshokkídeildar SA hafa skrifað undir nýjan styrktarsamning. Eltech er því áfram einn af aðalbakhjörlum SA íshokkídeildar og mun styrkja deildina til áframhaldandi góðra verka.
13.09.2021
SA liðin unnu bæði sigra á Fjölni í Hertz-deildunum á laugardag. SA Víkingar unnu Fjölni 6-4 og SA stúlkur 14-3.
09.09.2021
SA stúlkur hefja leik í Hertz-deildinni nú um helgina þegar Fjölnir mætir í heimsókn. SA stúlkur áttu yfirburðar tímabil síðasta vetur þar sem liðið lék við hvern sinn fingur og vann alla leiki sína í deild og unnu svo Íslandsmeistaratitilinn eftir harða viðureign við Fjölni í úrslitakeppninni.
09.09.2021
Það verður stór hokkídagur um helgina í Skautahöllinni þegar bæði meistaraflokks liðin okkar spila sína fyrstu heimaleiki í Hertz-deildunum. Athugið að nú er hægt að kaupa miða á leikina í forsölu í gegnum Stubb og við mælum með því vegna sóttvarnar skráningar. Miðaverð er 1000 kr. á hvorn leik - frítt fyrir 16 ára og yngri.
05.09.2021
SA Víkingar byrja nýtt tímabil í Hertz-deildinn vel en þeir unnu sannfærandi 6-2 sigur á SR í gærkvöld í Laugardal. Ungir leikmenn stigu sín fyrstu skref í leiknum og aðrir skoruðu sín fyrstu mörk fyrir SA Víkinga sem byrja tímabilið vel þrátt fyrir mikil mannaskipti frá síðasta tímabili.
03.09.2021
SA Víkingar hefja leik í Hertz-deild karla á morgun þegar liðið mætir Skautafélagi Reykjavíkur syðra í fyrsta leik Hertz deildarinnar þetta tímabilið. Íslandsmeistaralið Víkinga hefur tekið töluverðum breytingum frá síðasta vetri þar sem 10 leikmenn eru farnir úr liðinu.