Leikjanámskeið SA í sumar

Skauta- og íshokkí leikjanámskeið SA fyrir 6-10 ára verður haldið daganna 9-18 júní. Frábært tækifæri fyrir bæði byrjendur sem og iðkenndur til þess að skemta sér í leikjum og fá skautakennslu í leiðinni.

SA Íslandsmeistarar U16

SA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í U16 um síðustu helgi. SA liðið vann alla 8 leiki sína á tímabilinu. Uni Steinn Sigurðarson fyrirliði SA var bæði stiga- og markahæsti leikmaður deildarkeppninnar en hann var með 22 mörk og 38 stig í 8 leikjum. Glæsilegur árangur hjá frábæru liði og við óskum þeim öllum til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn og þennan flotta árangur.

Aðalfundur Skautafélags Akureyrar 12. maí

Boðað er til aðalfundar Skautafélags Akureyrar miðvikudaginn 12. maí kl. 20.00 í fundarherbergi Skautahallarinnar. Venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins.

Aðalfundur Listhlaupadeildar

Aðalfundur Listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar/LSA 2021 Verður haldinn þriðjudaginn 11. maí nk. kl. 20.00 í fundarherbergi skautahallarinnar.

Aðalfundur Hokkídeildar

Aðalfundur Hokkídeildar Skautafélags Akureyrar verður haldinn mánudaginn 10. maí kl. 20:00 í fundarherbergi Skautahallarinnar.

Aðalfundur Krulludeildar

Aðalfundur Krulludeildar SA verður haldinn mánudaginn 10. maí kl. 18:10

SA Víkingar Íslandsmeistarar 2021

SA Víkingar unnu í gærkvöld Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí í 22. sinn þegar liðið lagði Fjölni að velli í þriðja leik úrslitakeppni karla í íshokkí. Lokatölur leiksins 3-1 og SA Víkingar unnu úrslitakeppnina 3-0. Fullkomin endir á frábæru tímabili hjá SA Víkingum.

3. Leikur í Úrslitakeppni karla á morgun

SA Víkingar taka á móti Fjölni á morgun í þriðja leik úrslitakeppni karla. SA Víkingar leiða einvígið 2-0 og geta með sigri tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn hefst kl. 19:30 en miðasala í hurð opnar kl. 18:45.

SA Víkingar leiða úrslitaeingvígið 2-0

SA Víkingar sigruðu Fjölni 3-1 í öðrum leik úrslitakeppninnar í íshokkí í Egilshöll í gærkvöld og leiða einvígið um Íslandsmeistaratitilinn 2-0. SA Liðin mætast í þriðja sinn á morgun á heimavelli í Skautahöllinni á Akureyri og geta Víkingar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn 2021 með sigri.

SA Víkingar komnir með einn sigur í úrslitakeppni karla

SA Víkingar unnu mikinn karakter sigur á Fjölni í fyrsta leik úrslitakeppni karla á laugardag. Sigurmarkið skoraði Andri Skúlason þegar aðeins 24 sekúndur voru eftir af leiknum.