Jólafrí og jólatímatafla

Krakkar í 1. og 2. hópi fara í jólafrí strax að lokinni jólasýningu. Æfingar hjá þeim verða síðan auglýstar hér á heimasíðunni. Krakkar í 3., 4., Senior, Elite, Juv. og Interm. fá jólatímatöflu afhenta eftir jólasýningu hjá Helgu og Hönnu.

Björninn - SA 3.fl. 3 - 4

Sá einstaklega ánægjulegi atburður átti sér stað fyrir stundu að 3.FLOKKUR   SA sigraði Bjarnardrengi með 4 mörkum gegn 3.  Til hamingju drengir og við vitum að þetta er bara byrjunin. Það er greinilegt að þjálfarmál hokkídeildar SA eru á "pari" ( og mér skilst að það sé góður hlutur, allavega í golfi )    ((0;   Áfram SA..........

Jólasýning

Á morgun 17. des. kl:17:30 - 20:00  verðum við með okkar árlegu jólasýningu. Hún nefnist Öskubuska á ís og þar sýna  iðkendur Listhlaupadeildar sögu Öskubusku með dansi. Það er búið að vera miklar æfingar og allir hafa lagt sig mikið fram um að gera sýninguna sem besta og skemmtilegasta.

 Miðaverð er 750 fyrir eldri en 12 ára. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta þrátt fyrir mikið jólaannríki.

Jólakveðja Stjórnin

Æfingar um jólin

Við viljum benda iðkendum á að fylgjast með á síðunni hvernig æfingar verða um jólin.

3.Flokkur

Mæting kl.9.30 í fyrramálið munið eftir greiðslu í rútuna,taka með sér nesti og vasapening.

Æfingar í fyrramálið laugardag 16. des.

Þar sem 3.flokkur fer í Egilshöllina að sækja sinn fyrsta sigur þessa leiktíðina....vonandi....verða æfingar hjá 4.flokki stundvíslega kl. 9 og 5. flokki kl. 10 undir stjórn Jóns Inga Hallgrímssonar.

morgunæfing

Halló! Hanna verður ekki  viðstödd á morgunæfingunni 14/12. Þær sem mæta geta farið yfir dansinn sinn.

Æfingafrí um Jólin

Síðustu æfingar fyrir jól verða fimmtudaginn 21. des. og svo byrja æfingar aftur fimmtudaginn 4. jan. 2007. Meistaraflokkarnir verða þó með æfingar skv. tímtöflu að mestu, nánari uppl. um það hjá Denna. 

það verða engar afísæfingar í dag

Allar afísæfingar falla niður í dag mánudag 11. des.   Kveðja   Smiley .............. (0:

Afmæli !!!!!!!!

Sveinn "Denni" Björnsson þjálfari S.A. á afmæli í dag. Kappinn er 38 ára og aldrei verið í betra formi. Skautafélag Akureyrar óskar Denna til hamingju með afmælið!     ÁFRAM S.A.!!