Audrey Freyja undirritar styrktarsamning við Akureyrarbæ

Þann 28. desember sl. undirritaði Audrey Freyja Clarke styrktarsamning við Akureyrarbæ við hátíðarathöfn í íþróttahöllinni.  Einnig varð hún í 3. sæti í kjöri til íþróttamanns Akureyrar!  Þessi hátíðarathöfn er árlegur viðburður þar sem Akureyrarbær og ÍBA heiðra íslandsmeistara og velja íþróttamann Akureyrar.   Við óskum Audrey Freyju innilega til hamingju!
  Hér er að finna myndir frá athöfninni.

U20 ára landsliðið

U20 ára landsliðið hefur verið valið og eru 7 leikmenn frá SA í liðinu. Til hamingju strákar! Í liðinu eru 9 leikmenn frá SR, 2 frá Birninum og 2 sem æfa og leika í Svíþjóð. Eftirfarandi er listi yfir leikmenn og farastjórn sem fara af stað til Kaunas í Litháen núna 2. janúar. Fyrsti leikur liðsins er gegn Armeníu 4. janúar.

Styrkveiting á málþingi Norðurorku.

Á málþingi Norðurorku sem haldið var í dag 29. desember var Skautafélagi Akureyrar afhentur styrkur, kr. 1.000.000,- til minningar um Magnús E. Finnsson fyrrverandi formann Skautafélagsins. 

Skautafélag Akureyrar sendir Norðurorku hf. innilegar þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf.

Niðurstöður Lyfjaprófs

Lyfjaeftirlit ÍSÍ mætti á æfingu hjá meistaraflokki SA í lok nóvember

Uppskeruhátíð ÍTA

Í dag 28. des kl. 16:00 verður hið árlega hóf þar sem veitt verða verðlaun og viðurkenningar til þeirra sem hafa orðið íslandsmeistarar á árinu. Einnig verður tilkynnt hver hlýtur titilinn íþróttamaður Akureyrar árið 2005. Allir íslandsmeistarar SA á árinu eru að sjálfsögðu velkomnir.

Jólafrí og góðar fréttir

Jæja nú er jólafrí skollið á eftir vel heppnaða Jólaþrauta-Skemmtun í gær. Jólafríið byrjar með aldeilis góðum fréttum fyrir hokkíunnendur norðan heiða og auðvitað víðar því ég var að lesa á IHI síðunni að íshokkífólk ársins hefðu verið kosin þau Birna Baldurs. og Jón Gísla. "okkar" (o:         Skautafélag Akureyrar óskar þeim innilega til hamingju með verðskuldaða titla. Íshokkíæfingar hefjast svo aftur á fullu fimmtudaginn 5. janúar. Hér er tengill á IHI fréttina

 

 

Hokkístjórnin sendir ykkur öllum óskir um Gleðileg Jól og farsælt komandi ár með kærum þökkum fyrir það sem er að líða.

Jólaþrauta-skemmtun

Iðkendur og foreldrar 3. til 7. flokks, munið á morgun þriðjudag kl.17.00 mæting með hjálma, hanska, kylfu og skauta.

Æfingar fram að jólum

Æfingar fram að jólum:

Þriðjudagur 20. des

Meistari, fyrsti og annar flokkur

19:00-21:00

Miðvikudagur 21. des

Meistari, fyrsti og annar flokkur

17:00-19:00

Fimmtudagur 22. des

Meistari og fyrsti flokkur

17:00-19:00

Föstudagur 23. desember

Meistari og fyrsti flokkur

11:00-12:45

Meistari og fyrsti flokkur mæta svo eftir jólafrí 27. desember kl: 11:00-13:00

Jólafrí er hjá öllum öðrum flokkum fram til 4. janúar og hefjast þá æfingar samkvæmt stundarskrá.

Listhlaupadeild skautafélags Akureyrar  óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Kvennalið SA vann

Lið SA í meistaraflokki kvenna sigraði lið Bjarnarins í gærkvöldi í tvísýnum leik 4 : 3

SA vann Björninn í mfl. karla

SA lagði björninn nokkuð örugglega í leik dagsins. Lokatölur 11:4