SA sigur á SR :O)

Leik mfl. SR og SA í laugardal er lokið með sigri SA manna 3:5. Til hamingju SA menn, frábær árangur.

Þakkir til foreldrar barna í 3., 4., 5., 6. og 7. flokki

Foreldrar barna í 3., 4., 5., 6. og 7. flokki

Um leið og við þökkum fyrir frábæra þátttöku foreldra við að pakka inn jólagjafapakkningunum 29. og 30. nóv. viljum við koma því á framfæri að EKKI verður pakkað fleiri pakkningum 1. desember vegna góðrar mætingar á hin kvöldin.   Einnig biðjumst við velvirðingar á því að birgðir kláruðust 1. kvöldið vegna óviðráðanlegra orsaka og vonum við að það hafi ekki komið að sök :o)

Takk fyrir skemmtileg kvöld, Foreldrafélagið.

Leikir næstu helgi!!!

Næstu leikir verða nú um helgina en þá fara fram tveir leikir í hjá meistaraflokki.  SR tekur á móti SA í Laugadalnum kl. 19:00 á laugardaginn og Björninn tekur á móti  Narfa á sunnudaginn kl. 16:00, en sá leikur átti að vera á laugardaginn skv dagskrá en hefur verið færður til um einn dag. Búast má við hörkuleikjum enda fer hver að verða síðastur að komast í úrsltinn gegn stjörnunum í S.R. Skilaboðin frá Jan eru skýr...Sigur og allt annað er kjaftæði!!!! Við vonum að brottfluttir norðlendingar fjölmenni á leikinn og styðji sýna menn. ÁFRAM S.A.!!!!! 

Jólasýning listhlaupadeildar!

Bráðlega hefjast æfingar á hinni árlegur jólasýningu sem allir iðkendur listhlaupadeildarinnar taka þátt í!  Þetta árið setjum við upp sýninguna Þegar Trölli stal jólunum! 
Sýningin verður haldin Sunnudaginn 18.desember milli 17 og 19 og eru allir velkomnir!

HokkíVídeóTími 30. nóvember klukkan 16:30

HokkíVídeóTími í fundarherberginu í dag miðvikudaginn 30. nóvember klukkan 16:30

Þeir sem eru skráðir hér fyrir neðan eiga að mæta: aðrir fá tíma síðar.
Árni Freyr Jónsson,  Daniel Björn Baldursson,  Gunnar Darri Sigurðsson,
Hilmir Freyr Guðmundsson,  Jón  Rögnvaldur Björnsson, Sigurður Baldursson,
Stefán Már Antonsson,  Veigar Árni Jónsson,  Andri Heiðar Arnarsson,  Einar Ólafur Eyland,
Bergur Brynjar Gíslason, Ísak Kristinn Harðarson,  Jóhann Már Leifson,  Sigurdur
Reynisson,  Þórir Arnar Kristjánsson,  Ingólfur Tryggvi Elíasson,  Úlfur Bragi
Einarsson og Baldvin Orri Smárason.
Kveðja
Jan Kobezda, þjálfari

Jólasýning listhlaupadeildar!

Bráðlega hefjast æfingar á hinni árlegu jólasýningu listhlaupadeildarinnar sem allir iðkendur listhlaupadeildarinnar taka þátt í!  Í ár verður sett upp sýningin
Þegar Trölli stal jólunum! 


Sýningin verður haldin þann 18. desember 2005 klukkan 16:30  og eru allir velkomnir!

ÁRÍÐANDI TILKYNNING FORELDRAFÉLAGS

Til foreldra barna í íshokkí.

Dagana 29. og 30. nóvember ætlum við að vera í fundarherberginu frá kl:19-22 og pakka inn árlegu gjafapakkningunni (kaffi, kerti og súkkulaði) sem börnin svo selja.

EINGÖNGU  þeir foreldra sem mæta og pakka fá gjafapakkningar til þess að selja og fá um leið ágóða af sinni sölu.    Tilgangurinn er að safna fyrir t.d. ferð til Reykjavíkur.

Tökum nú höndum saman og mætum ÖLL og eigum saman skemmtilega stund.    Ef þessir dagar duga ekki höfum við fimmtudaginn 1. des. til vara.        Foreldrafélagið.

 

Jón Gísla með tvö

Í síðasta leik Nordic Vikings skoraði okkar maður í Kína tvö mörk.

Stelpurnar unnu seinni leikinn

Seinni leik meistaraflokks kvenna í Egilshöll í morgun lauk með sigri SA 5:9. Markastaða eftir 1. lotu var 1:4, eftir 2. lotu 2:7 og þá þriðju 5:9. Til hamingju SA stelpur, greinilega komnar í gang aftur.

Frábær árangur!

Nú er Bikarmótinu lokið og stóðu stelpurnar sig með ágætum, eins og venja er!  Helga Jóhannsdóttir kom heim með gull í Debs flokki, Sigrún Lind Sigurðardóttir fékk gull í Novice flokki, Guðný Ósk Hilmarsdóttir silfur í sama flokki og Audrey tók gullið með sér heim í Junior flokki.  Frábær árangur hjá stelpunum!  Til hamingju allar saman!
Hér eru nokkrar myndir á síðu LSR frá mótinu!