11.09.2017
Öll þrjú lið SA sigruðu í leikjum sínum fyrstu keppnishelgina á Íslandsmótinu í íshokkí.
SA Víkingar sigruðu Björninn í Hertz-deild karla í Egilshöll í rafmögnuðum leik þar sem Víkingar voru þremur mörkum undir um miðjan leik en náðu að snúa leiknum sér í hag og unnu að lokum 8-7. Jussi Sipponen og Jordan Steger voru atkvæðamestir í liði Víkinga og skoruðu 3 mörk hvor.
Ynjur áttu ekki í erfiðleikum með sameiginlegt lið SR/Bjarnarins í Hertz-deild kvenna og unnu með 12 mörkum gegn 5. Ynjur áttu frábæran leik og voru alltaf skrefi á undan SR/Birninum en Sunna Björgvinsdóttir var áberandi í markaskorun að vanda en hún skoraði 5 mörk í leiknum.
09.09.2017
Íshokkítímabilið hjá okkar liðum hefst í dag með þremur leikjum sem allir fara fram syðra. Í Hertz-deild kvenna mæta Ynjur sameiginlegu liði Bjarnarins og SR í dag kl 16.20 í Egilshöll. SA Víkingar mæta svo Birninum í Hertz-deild karla kl 18.50 á sama stað en 3. flokkur heimsækir SR í Laugardalinn en sá leikur hefst kl 17.45. Tölfræði leikjanna má finna á heimasíðu ÍHÍ en leikjunum í Egilshöll hefur oft verið streymt og þá í gegnum vefsíðu Bjarnarins.
07.09.2017
Í júní síðast liðnum lést Guðmundur Pétursson, eða Kubbi, eins og hann var oftast kallaður. Kubbi var virkur félagsmaður frá barnsaldri og var gerður að heiðursfélaga Skautafélagsins árið 1997.
Hann fæddist í Innbænum árið 1940 þar sem hann átti sín æsku- og ungdómsár og byrjaði snemma að renna sér á skautum líkt og Innbæinga er siður.
Hann hefur allra manna lengst setið í formannsstóli SA, frá 75-76 og aftur frá 79 – 89. Lengi vel bar hann félagið á herðum sér og barðist fyrir rekstri og viðhaldi skautasvæðanna hér í bænum. Sá hann þá bæði um samskipti við íþrótta- og bæjaryfirvöld auk þess sem hann skilaði ómældri vinnu við uppbyggingu og viðhald svæðanna.
30.08.2017
Í júní síðast liðnum lést Guðmundur Pétursson, eða Kubbi, eins og hann var oftast kallaður. Kubbi var virkur félagsmaður frá barnsaldri og var gerður að heiðursfélaga Skautafélagsins árið 1997.
Hann fæddist í Innbænum árið 1940 þar sem hann átti sín æsku- og ungdómsár og byrjaði snemma að renna sér á skautum líkt og Innbæinga er siður.
Hann hefur allra manna lengst setið í formannsstóli SA, frá 75-76 og aftur frá 79 – 89. Lengi vel bar hann félagið á herðum sér og barðist fyrir rekstri og viðhaldi skautasvæðanna hér í bænum. Sá hann þá bæði um samskipti við íþrótta- og bæjaryfirvöld auk þess sem hann skilaði ómældri vinnu við uppbyggingu og viðhald svæðanna.
29.08.2017
Opnað hefur verið fyrir skráningar í öllum hópum hjá listhlaupadeildinni inni á https://iba.felog.is
18.08.2017
Opnað hefur verið fyrir skráningar í Skautaskóla / Byrjendahóp fyrir haustönn 2017 og skautaskóla / Snjókorn(Snowflakes) (hópurinn hét í búðunum Young talent).
16.08.2017
Hokkídeild SA hefur verið með byrjendanámskeið fyrir börn á aldrinum 3-6 ára síðustu daga en um 15 börn hafa tekið þátt í námskeiðinu. Sarah Smiley yfirþjálfari er margreynd með námskeið fyrir krakka á þessum aldri og hafa öll börnin skemmt sér vel og náð góðri færni. Það er björt framtíðin hjá þessum ungu krökkum sem eru að stíga sín fyrstu skref á skautum en framfarirnar hafa verið ótrúlegar og verður sérlega gaman að fylgjast með krílaflokknum í vetur.
15.08.2017
Æfingabúðir hokkídeildarinnar hafa nú staðið yfir síðan á síðasta þriðjudag og klárast næsta föstudag. Engar æfingabúðir voru síðasta sumar vegna framkvæmdanna og því mikil lukka fyrir iðkenndur að fá kost á þessum æfingabúðum áður en tímabilið hefst. Hópnum er skipt í tvennt þar sem yngri iðkenndur eru fyrir hádegi og þeir eldri eftir hádegi. Prógramið fyrir hvorn hóp er um 6 klst á dag þar sem eru tvær ísæfingar, tvær afís-æfingar og fræðsla. Yfir 60 krakkar hafa tekið þátt í æfingabúðunum í ár og þar á meðal fjórir drengir úr Reykjavík sem gerði æfingabúðirnar enþá skemmtilegri. Um 10 þjálfarar hafa staðið vaktina en í síðustu viku var einnig gestaþjálfari frá Hockey Kanada sem stýrði æfingabúðunum hann Andrew Evan og lagði hann áherslu á tækniæfingar sem er hans sérgrein. Sarah Smiley er svo yfirþjálfari þessa vikuna ásamt því að sjá um byrjendanámskeið fyrir börn á aldrinum 3-5 ára.
07.08.2017
Æfingabúðir SA hefjast í fyrramálið en æfingar verða allann daginn bæði hjá Hokkídeild og Listhlaupadeild. Þá verða deildirnar með sameiginlegar byrjendaæfingar sem verða milli 16.20 og 17.00.