16.05.2017
Boðað er til aðalfundar Krulludeildar Skautafélags Akureyrar mánudaginn 22. maí kl. 18.00 í fundarherbergi Skautahallarinnar.
15.05.2017
Aðalfundur Listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar/LSA
Verður haldinn þriðjudaginn 23. maí nk. kl. 20.00 í fundarherbergi skautahallarinnar.
14.05.2017
George Kenchadze tók við stöðu yfirþjálfara listhlaupadeildar í byrjun maí og bjóðum við hann velkomin til starfa.
10.05.2017
Vormót hokkídeildar hófst í gær en um 140 þáttakendur eru í mótinu í ár í 18 liðum og 4 deildum. Spilað verður í I, II og III deild alla þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga í maí en síðustu leikirnir fara fram 25. maí. Royal deildin fer fram á mánudögum en þar verður spilað í blönduðum liðum.
05.05.2017
Í maí stendur Skautafélag Akureyrar fyrir hokkínámskeiði fyrir krakka sem fæddir eru 2011-2013. Tímar verða á fimmtudögum og sunnudögum 7.-21. maí.
Námskeiðis samanstendur af 5 æfingum á tveimur vikum. Fyrsti tíminn verður 7.maí kl.12:00-12:50.
Verð er 3000 kr og er allur búnaður til staðar í Skautahöllinni.
05.05.2017
Íshokkístelpan Kolbrún Garðarsdóttir tók þátt í World Selects Invitational U15 sem fram fór í Bolzano á Ítalíu nú í vikunni. Kolbrún var valin í lið SHD þar sem stúlkurnar komu frá Bandaríkjunum, Svíþjóð og Þýskalandi. Mótið er haldið fyrir bestu leikmenn í heimi í U15 í dag og var mótið samsett af liðum frá bestu hokkísvæðunum í norður-Ameríku og bestu landsliðum heims ásamt úrvalsliðum eins og því sem Kolbrún var valin í. Liðið hennar Kolbrúnar SHD tapaði öllum leikjum sínum en Kolbrún var bæði stiga og markahæst í sínu liði á mótinu.
03.05.2017
Ice Cup alþjóðlegt krullumót fer fram í Skautahöllinni á Akureyri dagana 4 – 6 maí. Setning mótsins fer fram í kvöld kl 20.30 í Laut, kaffihúsinu í Lystigarðinum. 50 erlendir keppendur í ellefu liðum hafa skráð sig til leiks ásamt sjö íslenskum liðum. Það er Krulludeild Skautafélags Akureyrar sem stendur fyrir mótinu og er þetta í þrettánda sinn sem mótið er haldið. Alls eru 18 lið með um áttatíu manns skráð til keppni. Mótið hefst um klukkan 17. á fimmtudagskvöldið og því lýkur á laugardag með úrslitaleikjum sem hefjast milli kl. 14 og 15. Mikla undirbúningsvinnu þarf til að búa til alvöru krullusvell og hófst sú vinna á sunnudagskvöld og stendur alveg fram að mótssetningu á fimmtudaginn.
03.05.2017
Setning í kvöld kl. 20:30
02.05.2017
Þriðji flokkur næsta tímabils leikmanna sem eru fæddir á árunum 2002-2003 tóku þátt í Alþjóðlegu íshokkímóti í Egilshöll um helgina. Tvö finnsk lið og eitt sænskt lið tóku þátt í mótinu ásamt íslensku félagsliðnum þremur. SA vann fjóra leiki af fimm en liðið tapaði gegn sænska liðinu sem sigraði mótið. Unnar Hafberg var hættulegur varnarmönnum hinna liðanna að vanda og var valin besti leikmaður SA liðsins í mótinu. Hákon Marteinn Magnússon var stigahæstur í SA liðinu með 12 stig (7 mörk og 5 stoðsendingar) og Ævar Arngrímsson var einnig öflugur með 9 stig (7 mörk og 2 stoðsendingar).