05.10.2017
Fyrsta Innanfélagsmót hokkídeildar gekk vonum framar en sjaldan hafa verið jafn margir keppendur. Um 110 iðkenndur tóku þátt og þar af voru um 30 sem voru að keppa í fyrsta sinn. Í innanfélagsmótinu eru þrjár deildir þar sem 4 lið taka þátt í I deild fyrir 4. og 5. flokk, fjögur lið í II deild sem er 6. flokkur og svo þrjú lið í III deild sem er fyrir byrjendur og 7. flokk. Næsta innanfélagsmót fer fram helgina 28. og 29. október.
03.10.2017
SA Ásynjur tóku á móti sameiginlegu liði Reykjavíkurfélaganna á laugardag í Skautahöllinni á Akureyri og unnu sannfærandi 6-0 sigur. Nokkuð jafnræði var með liðunum framan af en staðan eftir fyrsta leikhluta var 1-0 fyrir Ásynjum. Munnurinn á liðunum jókst eftir því sem leið á leikinn og Ásynjur sölluðu inn mörkunum í annarri og þriðju lotu og sýndu mátt sinn og megin.
02.10.2017
Í kvöld hefst vertíðin fyrir alvöru.
25.09.2017
Íslandsmeistarar síðasta tímabils, Ynjur Skautafélags Akureyrar, mæta Ásynjum Skautafélags Akureyrar annað kvöld kl 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri. Þetta er fyrsti leikur liðanna síðan þessi lið mætust í úrslitakeppninni á síðasta tímabili í úrslitakeppni sem fæstir hafa gleymt. Mikil eftirvænting er fyrir leikinn en leikir liðanna hafa verið gríðarlega jafnir og spennandi í gegnum tíðina en það verður einnig spennandi að sjá hvernig liðin hafa þróast frá síðasta tímabili. Mætið í Skautahöllina og styðjið ykkar lið! Frítt inn og sjoppan opin.
25.09.2017
SA Víkingar lögðu SR með 11 mörkum gegn 3 í Hertz-deild karla á laugardag. Jussi Sipponen var atkvæðamikill að vanda í liði Víkinga og skoraði 3 mörk í leiknum auk þess að eiga stoðsendingu í öðrum þremur mörkum. Jakob Jóhannesson stóð í marki Víkinga og átti góðann leik en þetta var fyrsti meistaraflokks leikur drengsins sem hann spilar frá byrjun til enda. SA Víkingar náðu með sigrinum efsta sæti deildarinnar en Esja á leik til góða. Hér má sjá myndir úr leiknum frá sem Elvar Pálsson myndaði.
24.09.2017
Krullan byrjar á mánudaginn 25. sept.
18.09.2017
15 stúlkur frá LSA tóku þátt í Haustmóti ÍSS um helgina og stóðu sig vel
15.09.2017
Á morgun fara fram tveir leikir í Íslandsmótinu í íshokkí í Skautahöllinni á Akureyri. Ynjur mæta sameiginlegu liði SR og Bjarnarins í Hertz-deild kvenna kl 16.30 og strax á eftir þeim leik eða kl 19.00 mætir 2. flokkur SA Íslandsmeisturum síðasta árs í þessum aldursflokki, Birninum. Pottþétt skemmtun fyrir hokkíþyrsta.
13.09.2017
SA Víkingar töpuðu fyrsta heimaleik sínum gegn Esju í gærkvöld þar sem lokatölur urðu 4-6. Leikurinn var hraður og skemmtilegur á að horfa og ljóst að þessi lið eiga eftir að selja sig dýrt í vetur. Jordan Steger skoraði sína aðra þrennu á tímabilinu í leiknum fyrir SA Víkinga en hjá Esju var Robbie Sigurdsson atkvæðamikill en hann skoraði 4 mörk í leiknum. Næsti leikur SA Víkinga er næstkomandi þriðjudag þegar liðið sækir SR heim í Laugardalinn. Elvar Pálsson myndaði leikinn eins og honum er vant hér má sjá myndirnar hans.
12.09.2017
SA Víkingar leika fyrsta heimaleik sinn í Hertz-deild karla í kvöld þegar þeir taka á móti meisturum síðasta tímabils úr Esju. SA Víkingar unnu Björninn syðra í fyrsta leik tímabilsins í rafmögnuðum leik þar sem Víkingar náðu að klóra sig úr erfiðri stöðu og unnu að lokum 7-6. Esja byrjaði einnig tímabilið vel með þægilegum 10-2 sigri á SR svo spennandi verður að sjá hvernig leikurinn í kvöld þróast. Mætum í stúkuna og hvetjum okkar lið! Aðgangseyrir 1.000 kr og frítt inn fyrir 16 ára og yngri.