15.12.2017
Í gærkvöld áttust Ásynjur og Ynjur við í fimmta sinn í vetur. Fyrir viðureignina höfðu liðin unnið sinn leikin hvort, Ásynjur annan leikinn eftir framlengingu og vító. Þetta var jafnframt síðasti leikur liðanna fyrir jól.
12.12.2017
Ásynjur taka í kvöld á móti Ynjum í toppslagnum í Hertz-deild kvenna í kvöld en leikurinn hefst kl 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri. Ásynjur eru í efsta sæti deildarinnar einu stigi á undan Ynjum sem eiga þó leik til góða. Síðasti leikur liðanna var æsispennandi þar sem staðan var 8-8 að loknum venjulegum leiktíma en Ásynjur knúðu fram sigur í vítakeppni. Ekki missa af þessum stórleik, frítt inn og heitt á könnunni.
11.12.2017
Ice Hunt eru Bikarmeistarar Magga Finns 2017
29.11.2017
Eftir brösulega byrjun síðastliðina helgi fór fram Íslandsmeistaramót og Íslandsmót barna og unglinga Skautasambands Íslands (ÍSS) hér á Akureyri. Þar átti Listhlaupadeild Skautafélags Akureyrar (LSA) eina 16 keppendur af 49, en nokkrir keppendur að sunnan höfðu dregið sig úr keppni vegna veðurs og veikinda. Þrátt fyrir að eiga fæsta keppendur kom það svo sannarlega ekki niður á úrslitunum þar sem LSA sópaði til sín verðlaunum í öllum flokkum sem félagið átti keppendur í. LSA fékk fjögur gullverðlaun þar af tvo Íslandsmeistaratitla, fjögur silfurverðlaun og tvö bronsverðlaun.
29.11.2017
Spennand var gríðarleg í skautahöllinni á Akureyri í gærkvöld, þriðjudagskvöld, þegar kvennalið SA áttust við í fjórða skipti í vetur. Ásynjur voru með 3 stig úr fyrri viðureignum liðanna og Ynjur 6 þannig að fyrirfram mátti búast við að Ásynjur myndu leggja allt í sölurnar til að jafna metin.
28.11.2017
Ynjur mæta Ásynjum í kvöld kl 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri í toppslag Hertz-deildarinnar. Liðin eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar en Ynjur eiga þó leik til góða. Ynjur hafa farið með sigur af hólmi í síðustu tveimur viðureignum liðanna svo Ásynjur munu eflaust mæta dýrvitlausar til leiks í kvöld. Fjölmennum í stúkuna og hvetjum okkar lið til sigurs. Frítt inn á leikinn.
27.11.2017
Í kvöld ræðst hverjir verða Bikarmeistrara Magga Finns 2017
24.11.2017
Íslandsmót ÍSS í listhlaupi verður haldið nú um helgina hjá okkur í Skautahöllinni á Akureyri. Vegna slæmrar færðar milli landshluta hefur mótinu verið ýtt aftur svo það byrjar kl 15 á laugardag með opnum æfingum en keppnin sjálf hefst svo kl 17.00 og stendur yfir fram á kvöld. Mótið heldur svo áfram á sunnudag en keppnislok eru áætluð um kl 14 á sunnudag. Hér fyrir neðan má sjá dagskrá mótsins í heild sinni. Endilega mætið í stúkuna og sjáið færustu skautara landsins sýna listir sínar.
20.11.2017
Æfingar milli kl. 19:20 og 22:30