04.01.2018
Stjórn Minningarsjóðs Magnúsar Einars Finnssonar auglýsir eftir umsóknum um styrki. Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2018.
23.12.2017
Innanfélagsmót 4. og 5. flokks kláraðist síðastliðin fimmtudag þegar úrslitaleikirnir voru leiknir. Appelsínugulir unnu rauða í bronsleiknum nokkuð sannfærandi með 6 mörkum gegn engu. Úrslitaleikur grænna og svartra var æsispennandi og lauk með sigri grænna 5-4 en úrslitamarkið kom á síðustu mínútu leiksins. Í lok mótsins voru bestu leikmenn haustmótaraðarinnar heiðraðir.
19.12.2017
Eva María Karvelsdóttir hefur verið valin íshokkíkona Skautafélags Akureyrar árið 2017.
Eva María er varnarmaður og hefur verið lykilleikmaður í liði Ásynja sem og kvennalandsliði Íslands síðastliðin ár. Árið 2017 var mjög gott hjá Evu en henni hlotnaðist sá heiður að vera valin besti varmarmaður heimsmeistaramóts kvenna sem fram fór á Akureyri síðastliðin vetur þar sem hún skoraði 2 mörk og lagði upp önnur 4 mörk í 5 leikjum. Eva María var á dögunum einnig valin íshokkíkona Íslands fyrir árið 2017.
19.12.2017
Orri Blöndal hefur verið valinn íshokkímaður SA árið 2017.
Orri er 27 ára varnarmaður og er aðstoðarfyrirliði í liði SA Víkinga. Orri spilaði hefur spilað stórt hlutverk í liði SA Víkinga á árinu 2017 og er einn allra besti varnarmaður Íslands.
19.12.2017
Laugardagur 30. desember kl: 17:30
18.12.2017
SA Víkingar lögðu Esju á laugardaginn í toppslag Hertz-deildarinnar þar sem úrslit réðust ekki fyrr en í framlengingu. SA Víkingar hefðu þurft sigur í venjulegum leiktíma til að ná toppsætinu af Esju og eru því einu stigi á eftir Esju í deildarkeppninni . SA Víkingar gætu þó enn náð toppsætinu fyrir jól þó svo að leikurinn hafi verið sá síðasti fyrir SA Víkinga fyrir jól. SR hefur nú þegar gefið leikinn sem átti að fara fram á þriðjudagskvöld og fá Víkingar því 3 stig. Esja mætir Birninum annað kvöld og fari svo að Björninn steli stigum af Esju ná SA Víkingar toppsætinu án þess að spila eins einkennilega og það kann að hljóma.
17.12.2017
Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir sigraði á Grand Prix Bratislava 2017 í flokknum Advanced Novice
17.12.2017
Í dag að lokinni jólasýningu var Marta María Jóhannsdóttir krýnd sem skautakona LSA árið 2017
17.12.2017
Marta María Jóhannsdóttir var kjörin skautakona ársins hjá Listhlaupadeildinni og fékk hún viðurkenninguna að lokinni jólasýningu deildarinnar.
Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir sigraði, fyrst Íslendinga, á ISU móti í listhlaupi. Hún tók þátt á Grand Prix móti í Bratislava um helgina og sigraði í flokknum advanced novice með 93,39 stig.