SA með mikilvægan sigur á SR í gærkvöld

SA Víkingar tóku öll þrjú stigin í gærkvöld þegar þeir tóku á móti SR í Skautahöllinni á Akureyri en lokatölur voru 2-1. Fyrirfram var vitað að stigin væru gríðarlega mikilvæg fyrir bæði lið þar sem tækifæri gafst til þess að stytta bilið í toppliðin Esju og Björninn en hinsvegar myndi tap þýða að róðurinn yrði erfiður. Leikurinn einkenndist nokkuð af þessu þar sem varnarleikur barátta var í fyrirrúmi.

SA Víkingar - SR, þriðjudagskvöld kl 19.30

SA Víkingar mæta SR í Hertz-deild karla annað kvöld kl 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri. Víkingar unnu síðustu viðureign liðanna 10-0 svo SR á harm að hefna en liðið situr í neðsta sæti deildarinnar. SA Víkingar eru í þriðja sæti og þurfa virkilega á stigunum að halda en stigasöfnunin hefur gengið brösulega í byrjun tímabils. Komið og styðjið okkar lið til sigurs. Aðgangseyrir 1000 kr. frítt inn fyrir 16 ára og yngri.

Seinni keppnisdegi bikarmóts ÍSS lokið

Þá er seinni degi bikarmóts ÍSS lokið. Velgengni stelpnanna okkar hélt áfram í dag og eignuðumst við 3 bikarmeistara til viðbótar, auk silfur og brons verðlauna. Jafnframt reyndu þær Marta María og Ísold Fönn við tvöfaldan Axel í prógrömmunum sínum og verður gaman að sjá þá slípast til hjá þeim á komandi mótum.

Haustmót 2016

Þriðja leikdegi lauk sl. mánudag

Fyrri keppnisdegi á Bikarmóti ÍSS lokið

Þá er góðum keppnisdegi á Bikarmóti ÍSS lokið. Stelpurnar okkar stóðu sig mjög vel og eignuðumst við þrjá bikarmeistara í 8, 10 og 12 ára og yngri auk þess að það skiluðu sér tvenn silfurverðlaun og ein brons verðlaun í hús. Auk þess sem stelpunum okkar í stúlknaflokki og unglingaflokki gekk glimrandi vel í stutta prógramminu í dag.

Bikarmót Skautasambands Íslands verður haldið á Akureyri um helgina

Bikarmótið í listhlaupi verður haldið hér fyrir norðan helgina 28. - 30. október. Það eru 20 keppendur frá okkur skráðir til leiks í A og B keppnisflokkum af 74 keppendum alls.

SA Víkingar töpuðu stigum í vítakeppni

SA Víkingar mættu Esju á laugardag í Hertz-deild karla og endaði leikurinn með sigri Esju í vítakeppni en staðan að loknum venjulegum leiktíma var 4-4. Esja styrkti þar með stöðu sína á toppnum í deildinni en SA Víkingar misstu dýrmæt stig og eru enn í þriðja sæti deildarinnar með 5 stig að loknum 6 leikjum.

Æfingar halda áfram og Haustmótið líka

Nóg um að vera í krullunni, mánudaginn 24. október

Haustmótið 2016

Fyrsti leikdagur búinn, 3 leikdagar eftir.

Æfingar fyrir unglinga og nýliða

Ágætis mæting var á fyrstu unglinga og nýliðaæfinguna sl. mánudag