Engin Krulla í kvöld

Krulluæfing 2. janúar fellur niður

Ásynjur fóru illa með Ynjur

Í gærkvöld fór fram slagur toppliðanna í Herz-deild kvenna í íshokkí. Leikurinn var ekki jafn spennandi og í fyrri viðureignum þessara liða því fámennt lið Ásynja vann öruggan sigur 8-4.

ANDRI MÁR MIKAELSSON ÍSHOKKÍMAÐUR ÁRSINS HJÁ ÍHÍ

Andri Már Mikaelsson hefur verið valinn íshokkímaður ársins á Íslandi. Andri Már var á dögunum valinn íshokkímaður ársins hjá Skautafélagi Akureyrar en bætir nú við sig nafnbótinni Íshokkímaður ársins á Íslandi. Við óskum Andra innilega til hamingju með nafnbótina.

Áramótamótið 2016

Áramótamótið 2016 verður haldið föstudaginn 30. des. n.k. Mæting kl. 20:00 í félagssal SA.

Víkingar eru Akureyrarmeistara 2016.

Víkingar og Freyjur jöfn að stigum en Víkingar höfðu betur í innbyrðisviðureignum.

Andri Már Mikaelsson íshokkímaður SA árið 2016

Andri Már Mikaelsson hefur verið valinn íshokkímaður SA árið 2016. Andri Már er 26 ára sóknarmaður og var fyrirliði í liði SA Víkinga sem varð Íslandsmeistari á síðasta tímabili. Andri spilaði einnig fyrir Karlalandslið Íslands á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Spáni í vor.

Birna Baldursdóttir íshokkíkona SA 2016

Birna Baldursdóttir hefur verið valin íshokkíkona Skautafélags Akureyrar árið 2016. Birna er framherji og spilaði stórt hlutverk í liði Ásynja sem varð bæði deildar- og Íslandsmeistari á síðastliðnu keppnistímabili. Hún er markahæsti leikmaður Ásynja á líðandi tímabili með 7 mörk eftir 5 leiki. Birna var einnig lykil leikmaður í kvennalandsliði Íslands sem keppti á heimsmeistaramótinu á Spáni og landaði í 3.sæti í vor. Birna hefur alls unnið 11 Íslandsmeistaratitla með SA.

SA Víkingar með bestu jólagjöfina

SA Víkingar unnu stórsigur í gærkvöld þegar þeir tóku á móti SR í Skautahöllinni á Akureyri. Eftir markalausa fyrstu lotu röðuðu Víkingar inn mörkunum og unnu að lokum með 6 mörkum gegn engu. Þetta var síðasti leikurinn hjá Víkingum á þessu ári en þeir fara inn í jólafríið með 22 stig og sitja í öðru sæti deildarinna. SA Víkingar áttu góðann leik og gáfu stuðningsmönnum sínum því góða jólagjöf í ár.

BREYTINGAR Á TÍMATÖFLU YFIR JÓL OG ÁRAMÓT

Frá með deginum í dag tekur í gildi jóla-tímatafla sem gildir til 3. janúar en tímatöfluna má finna vinstra megin í valmyndinni en einnig hér. Almenningstímum fjölgar en allar eru með æfingar og mót yfir hátíðirnar.

Emilía Rós Ómarsdóttir Skautakona LSA ársins 2016

Emilía Rós Ómarsdóttir hefur verið valin skautakona LSA 2016 og var hún heiðruð á jólasýningu listhlaupadeildarinnar á sunnudaginn.