Frostmótið um helgina í Skautahöllinni á Akureyri (Dagskrá)

Það verður líf og fjör í Skautahöllinni um helgina þegar Frostmótið fer fram en það er barnamót yngstu aldursflokkanna í íshokkí. Um 130 keppendur eru skráðir til leiks frá SA, SR og Birninum en spilað verður á laugardag frá kl 8.00-19.45 og svo aftur á sunnudag frá kl 8.00-12.55 en í lok móts verður verðlaunaafhending og pítsuveisla fyrir keppendur. Dagskrá mótsins má finna hér.

Fjórir úr SA með U-20 landsliði íslands á leið á heimsmeistaramót

Fjórir ungir drengir úr SA lögðu í dag af stað til Nýja-Sjálands með U-20 ára landsliði íslands í íshokkí þar sem þeir munu taka þátt í Heimsmeistaramótinu í íshokkí U-20 3. deild. Ferðalagið er langt og tekur það liðið um tvo sólahringa að ná áfangastað en fyrsti leikur í mótinu er 16. janúar þegar liðið mætir Ísrael.

Ásynjur skrefi nær deildarmeistaratitlinum

Í gærkvöld fór fram toppslagur í Hertz-deild kvenna í íshokkí þegar Ásynjur og Ynjur mættust í hörkuleik í Skautahöllinni á Akureyri. Leikurinn var nokkuð jafn en Ásynjur báru sigur úr bítum, 4-2. Varnarmaður Ásynja, Guðrún Marín Viðarsdóttir var með þrennu í leiknum og markmaðurinn Guðrún Katrín Gunnarsdóttir átti hreint stórleik milli stanganna á móti sterkum skotmönnum Ynja.

Emilía Rós Ómarsdóttir og Andri Már Mikaelsson íþróttafólk SA 2016

Stjórn Skautafélags Akureyrar hefur valið Emilíu Rós Ómarsdóttur og Andra Má Mikaelsson íþróttafólk félagsins fyrir árið 2016. Stjórn SA samþykkti nýverið að velja bæði íþróttakarl og íþróttakonu sem íþróttafólk félagsins í stað eins íþróttamanns eins og áður hefur tíðkast en þetta er í samræmi við nýjar reglur í vali ÍBA þar sem verður einnig valinn íþróttakarl og íþróttakona Akureyrar fyrir árið 2016. Emelía og Andri munu því bæði koma til greina við val á íþróttamanni Akureyrar fyrir árið 2016.

Æfingar hjá byrjendahópum í listhlaupinu

Þá eru æfingarnar komnar í gang á nýju ári hjá listhlaupinu. Æfingar hjá byrjendahópnum (4.hóp) eru á mánudögum frá 16:30-17:10 með afís frá 17:15 - 18:00 og á miðvikudögum frá 17:25-18:05.

Krulla

Sæl öll og gleðilegt nýtt ár.

Ásynjur - Ynjur í Hertz-deild kvenna þriðjudag kl 19.30

Ásynjur taka á móti Ynjum þriðjudagskvöldið 10. janúar kl 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri. Bæði lið hafa nú þegar tryggt sig inn í úrslitakeppnina og eru jöfn á toppnum með 21 stig. Þetta er síðasta einvígi liðanna í deildarkeppninni svo leikurinn sker líklega úr um hvort liðið verði deildarmeistari. Frítt inn, pottþétt skemmtun ekki láta þig vanta.

Markaveisla hjá Ásynjum um helgina

Hertz-deild kvenna hélt áfram um helgina með tveimur leikjum þegar SR stúlkur komu norður og mættu Ásynjum á sínum heimavelli. Ásynjur höfðu yfirhöndina allan tímann og létu skotum sínum rigna yfir mark andstæðinganna. Samtals skoruðu Ásynjur 27 mörk í leikjum helgarinnar án þess að SR næði að svara fyrir sig. Álfheiður Sigmarsdóttir, markmaður Skautafélags Reykjavíkur, varði þó vel í báðum leikjunum en átti sannkallaðan stórleik á sunnudeginum þegar hún fékk á sig 100 skot.

MINNINGARSJÓÐUR MAGNÚSAR EINARS FINNSSONAR AUGLÝSIR EFTIR UMSÓKNUM

Stjórn Minningarsjóðs Magnúsar Einars Finnssonar auglýsir eftir umsóknum um styrki. Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2017.

Æfingar hefjast í dag hjá listhlaupadeildinni

Í dag hefjast æfingar hjá listhlaupadeildinni samkvæmt tímatöflu. Byrjendur eru boðnir velkomnir á æfingu 4. hóps sem er frá klukkan 17:25 - 18:05 í dag.