22.01.2017
U-20 landslið Íslands í íshokkí náði bronsi í dag þegar liðið vann heimaliðið Nýja-Sjáland 10-0. Liðið átti frábærann dag og endaði mótið með stæl eftir vonbrigði gærdagsins og nokkuð ljóst að liðið hefði með góðu móti getað unnið mótið ef smá heppni hefði verið með liðinu. Sigurður Þorsteinsson var valinn besti leikmaður íslenska liðsins á mótinu.
20.01.2017
Kjöri íþróttamanns Akureyrar var lýst í Menningarhúsinu Hofi síðastliðin miðvikudag. Íþróttafólk Skautafélags Akureyrar árið 2016, þau Emilía Rós Ómarsdóttir og Andri Már Mikaelsson, urðu bæði í fjórða sæti í kjörinu fyrir íþróttakarl og íþróttakonu Akureyrar. Skautafélagið á flesta Íslandsmeistara og landsliðsfólk akureyrskra íþróttafélaga.
19.01.2017
U-20 lið Íslands í íshokkí vann Taíwan 7-2 í síðasta leik riðlekeppninnar á HM í Nýja-Sjálandi. Ísland náði með sigrinum öðru sæti riðilsins og spilar við Tyrkland í undanúrslitum á morgun.
18.01.2017
U-20 lið Íslands í íshokkí tapaði fyrir Kína í öðrum leik sínum á HM í Nýja-Sjálandi. Kína skoraði 4 mörk gegn einu marki Íslands en leikurinn var mjög jafn og spennandi. Edmunds Induss skoraði eina mark Íslands en Gunnar Aðalgeir Arason var valinn besti maður íslenska liðsins í leiknum.
16.01.2017
U-20 lið Íslands í íshokkí sigraði Ísrael í nótt 3-0 í fyrsta leik sínum á Heimsmeistaramótinu í Nýja-Sjálandi. Hjalti Jóhannsson, Hafþór Andri Sigurúnarson og Axel Orongan skoruðu mörkin.
16.01.2017
Ásynjur gerðu góða ferð suður yfir heiðar um helgina þegar þær heimsóttu Björninn í Grafarvogi. Heldur meira jafnræði var með liðunum nú heldur en í undanförnum viðureignum þeirra en leiknum lauk þó með öruggum 0-6 sigri gestanna.
15.01.2017
Stelpurnar okkar sex stóðu sig glimrandi vel og komu heim með 3 gull verðlaun, ein silfur verðlaun og 2 viðurkenningar.
15.01.2017
Sunnudaginn 8. janúar síðastliðinn fór fram Akureyrarmótið í Listhlaupi.
13.01.2017
Kristján Sævar Þorkelsson og Rannveig Jóhannsdóttir eru krullufólk ársins 2016.
13.01.2017
Hið árlega Áramótamót Krulludelidar fór fram 30. desember sl.