Karfan er tóm.
Foreldrar og iðkendur (keppendur í A, B, C) sem ætla að taka Þátt í marþoninu eru beðnir að koma í Skautahöllina og athuga hvernær iðkendur eru á svellinu. Einnig geta foreldrar þá skráð sig á vaktir.
Iðkendur í 1 og 2 hóp eru velkomnir á svellið á bilinu 11:00-14:00 á laugardaginn 12. maí. Það skal tekið fram að ekki er um kennslu að ræða heldur geta iðkendur skautað frjálst.
Formaður félagsins hefur sent til formanna deildanna beiðni um að kannað verði hvort einhverjir hafi áhuga á að taka sæti í aðalstjórn félagsins. Reyndar er ekki alveg komið á hreint hverjir af núverandi stjórnarmönnum munu gefa kost á sér áfram en ljóst er að einhverjar breytingar verða. Talið er nauðsynlegt að hver deild eigi fulltrúa í aðalstjórninni, æskilegt að þar sitji tveir menn frá hverri deild. Auk þess er rétt að vekja athygli á breytingu sem tengist viðurkenningunni á SA sem fyrirmyndarfélagi ÍSÍ. Gerð er krafa um það í fyrirmyndarfélagi að hver deild sé með áheyrnarfulltrúa á aldrinum 16-25 ára í stjórn hjá sér.
Við viljum benda öllum á að fylgjast VEL með heimsíðunni næstu daga þar sem breytingar geta orðið með litlum fyrirvara. Það er talsverð aðsókn hópa á svellið og vegna þess getur þurft að breyta æfingatímum. Það er nóg að kíkja kvöldið áður til að vera viss!