Gimli Cup hefst 2. nóvember

Gimli Cup fer fram í nóvember, áætlað að hefja keppni mánudaginn 2. nóvember og að mótinu ljúki mánudaginn 30. nóvember (fer eftir fjölda liða). Síðasti skráningardagur er þriðjudagurinn 27. október.

Meiri fréttir af göllumm!

Lítur út fyrir að við getum afhent báðar tegundir af göllum á fimmtudag. 
Það eina sem kemur ekki alveg strax eru Nike bauer gallar í stærð 130.

S - hópur aukaafís

Sarah ætlar að bjóða S hóps stelpum upp á auka afís á morgun miðvikudaginn 21. október kl. 17:20-18:10, þið verðið í lyftingarherberginu.

Nú eru gallarnir komnir !

Fundur um Basic test / grunnpróf ÍSS

Kynningarfundur um Grunnpróf ÍSS verður föstudaginn 6. nóvember í húsi ÍSÍ að Engjavegi 6 (Reykjavík), í sal C og hefst hann kl. 20:00. (Þetta er sömu helgi og Bikamót hjá A og B keppendum er og því ættu einhverjir að geta sótt þennan fund).

 

Bikarmót Krulludeildar - undanúrslit

Undanúrslit í Bikarmótinu fara fram miðvikudagskvöldið 21. október kl. 21-23.

Akureyrarmótið í krullu - undanúrslit

Garpar og Skytturnar tryggðu sér í kvöld réttinn til að leika til úrslita í Akureyrarmótinu.

Afís hjá Söruh fellur niður í dag!

Sarah er fjarverandi í dag og því fellur afísinn því miður niður hjá A og B hópum.

Fræðslukvöld ÍSÍ

Smellið á myndina til að sjá auglýsingu vegna fræðslukvölds ÍSÍ nk. fimmtudag. Hvetjum alla áhugasama til að skrá sig.

Þriðjudagsmorgunæfing

Á morgun mætir A1 og B1 á morgunæfingu kl. 06:30-07:20, mæting kl. 06:15.