Munið keppnisgjöldin!!

 Lokadagur á morgun til að greiða keppnisgjöld fyrir mótið sem er 3-4.okt !!

 

Reikningsnúmerið er: 1145-26-003770-5102003060 og munið að senda staðfestingu með nafni keppanda á didda@samvirkni.is

3500 kr. fyrir eitt prógramm og 5500 fyrir tvö (Novice)

Úrslit KEA mótsins

KEA mótið um síðustu helgi var fyrsta mót vetrarsins og alls tóku 25 keppendur þátt í í samtals 6 flokkum.  Úrslit mótsins urðu þessi:

Umboðssala á skautavarning frá Arena

Foreldrar og forráðamenn

Rakel í foreldrafélaginu er komin með umboðssölu fyrir skautavarning frá Arena sem er á Eiðistorgi í Reykjavík. Hún er með smávarning, sokkabuxur, pils og skautakjóla svo að eitthvað sé nefnt. Rakel ætlar að vera með eitthvað til sýnis á foreldrafundinum á morgun 1. október. Er einnig með möppur stútfullar af alls kyns skautafatnaði.

Síminn hjá Rakel er 6625260 - ykkur er velkomið að hringja í hana og kynna ykkur það sem hún hefur á boðstólnum

Evrópumót blandaðra liða - European Mixed Curling Championship

European Mixed Curling Championship - Evrópumót blandaðra krulluliða - stendur nú yfir í Prag í Tékklandi.

Laust pláss á Tårnby Cup

Hefur þú áhuga á að krulla í Danmörku í nóvember?

Akureyrarmótið: 1. umferð lokið

Üllevål og Garpar byrja með látum og unnu stóra sigra í fyrstu umferðinni.

ÍSS mót hjá A og B keppnisflokkum

Vinsamlegast greiðið keppnisgjöld fyrir ÍSS mótið hjá A og B flokkum sem haldið verður 3-4.október n.k. ekki seinna en fimmtudaginn 1.október

Reikningsnúmerið er: 1145-26-003770-5102003060 og munið að senda staðfestingu með nafni keppanda á didda@samvirkni.is

3500 kr. fyrir eitt prógramm og 5500 fyrir tvö (Novice)

Skráningar í Lishlaupadeild 1.önn.

Kæru foreldrar og forráðamenn enn og aftur vil ég minna á skráningu !!

Mjög mikilvægt er að allir skrái sig sem eru að æfa listhlaup þessa önnina.

Börnin koma heim með skráningarblað núna næstu daga og eiga að skila því til Helgu Margrétar þjálfara.

Afar mikilvægt er að fá þessi skráningarblöð útfyllt eigi síðar en 1.október n.k.

Með kveðju um skjót viðbrögð, gjaldkeri.

Keppendur á Haustmóti ÍSS

Video analysis tími verður heima hjá Helgu þjálfara þriðjudaginn 29. september fyrir alla þá sem keppa á Haustmóti ÍSS um næstu helgi. Farið verður ítarlega yfir upptökur af keppninni, komment frá dómurum og sett markmið fyrir næsta mót og æfingaplan. Mjög mikilvægt er að mæta :) Hópaskiptingar og annað undir lesa meira.

Þriðjudagsmorgunæfing

Morgunæfingin verður með breyttu sniði á morgun. Hópnum verður skipt í tvennt. Aðeins þeir sem keppa um næstu helgi á Haustmótinu skulu mæta. Sjá lesa meira.