04.01.2010
Fyrsta umferð janúarmótsins fór fram í kvöld. Garpar, Skytturnar, Fífurnar og Mammútar unnu í kvöld.
04.01.2010
Fyrsta umferð Janúarmótsins verður leikin í kvöld. Dregið verður í riðla fyrir leiki kvöldsins og er krullufólk því beðið um að mæta tímanlega.
03.01.2010
Í morgun hélt U20 landsliðið utan til keppni í 3.deild Heimsmeistaramótsins í íshokkí, sem að þessu sinni fer fram í Istanbul í Tyrklandi dagana 4. - 10 janúar. Liðið er nú í 3. deild en miklar vonir standa til þess að liðið vinni deildina að þessu sinni og vinni sér sæti í 2. deild að nýju þar sem liðið á réttilega heima. Mótherjar Íslands að þessu sinni eru N-Kórea, Tyrkir, Taipei, Ástralía, Búlgaría og Nýja-Sjáland. Þar sem liðin eru einu fleiri en venjulega er spilað í riðlum og Ísland var frekar heppið með riðil og spilar fyrst við Taipei, svo N-Kóreu og síðan Tyrkland áður en til úrslita kemur.
02.01.2010
Sarah hefur gert breytingar á æfingatöflunni, bæði ís og afís, svo skoðið hana vel. En 5. og 6. fl. mæta þó kl. 11 í fyrramálið og 7.fl. og byrjendur kl. 12 eins og tilkynnt var í pósti frá Kiddu (O:
01.01.2010
Erlendir keppendur sem hafa áhuga á að koma á Ice Cup óska eftir meðspilurum.