SKAUTATÖSKUR - SKAUTABUXUR
Skautatöskur og skautabuxur er hægt að skoða og kaupa / panta hjá mér.
Allý / allyha@simnet.is - 8955804 ,,,, PS er ekki við síma milli kl. 13 - 16:30
Skautatöskur og skautabuxur er hægt að skoða og kaupa / panta hjá mér.
Allý / allyha@simnet.is - 8955804 ,,,, PS er ekki við síma milli kl. 13 - 16:30
Um helgina verður haldið dómaranámskeið á Akureyri þar sem farið verður yfir helstu reglur og breytingar í ár. Tími og staðsetning verður auglýst hér á síðunni seinna í þessari viku.
Rétt er að minna á að þáttakendur ættu að lesa OPM og fara yfir reglubókina og case book fyrir námskeiðið, hægt er að sækja það á vef IIHF:
Reglubók: http://www.iihf.com/iihf-home/sport/iihf-rule-book.html
Case Book: http://www.iihf.com/fileadmin/user_upload/PDF/Sport/Officiating_Manual/Case_Book_-_2010_-_11b.pdf
Með áherslu á kafla 4-7 í OPM!
Í gærkvöldi spiluðu Jötnar og Valkyrjur við Skautafélag Reykjavíkur. Þetta var um margt mjög merkilegt kvöld því þarna voru tvö ný lið kynnt til sögunnar. Skautafélag Reykjavíkur teflir fram kvennaliði að nýju eftir langt hlé og er það sérstak ánægjuefni fyrir íslenskt kvennahokkí og nú eru liðin orðin fjögur með Ynjunum.
Hitt nýja liðið, Jötnarnir frá Akureyri, var jafnframt að spila sinn fyrsta leik og í því liði voru nokkrir leikmenn að spila sinn fyrsta leik í meistaraflokki. Af yngri leikmönnum voru Sigurður Reynisson og Ingþór Árnason að spila sinn fyrsta meistaraflokkleik, en þeir spila báðir í 3.flokki. Einar Eyland fékk eldskírn sína í markinu en hann hefur áður verið á bekknum en ekki tekið heilan leik. Af eldri leikmönnum voru tveir Old-boys leikmenn að spila sína fyrstu leiki, þeir Gunnar Jónsson fæddur 1985 og Bergur Jónsson fæddur 1971, en báðir þessir leikmenn æfðu þó hér á árum áður. Geir Borgar Geirsson reimaði á sig skautana að nýju og spilaði með en Geiri er þar með orðinn elsti leikmaður deildarinnar, fæddur 1966. Hann spilaði síðast með Narfa frá Hrísey.