Æfingar samkvæmt æfingatöflu á fimmtudaginn 2.september

(O:    Núna á fimmtudaginn næsta byrjum við vetrarstarfið af fullum krafti samkvæmt æfingatöflu sem má skoða með því að smella hér.    :O)

Skráning iðkenda 2010-2011

Æfingar A,B og C hópa byrja í næstu viku. D hópar (leikskóla og grunnskólabörn) hefja æfingar miðvikudaginn 15. september. Allir iðkendur sem hyggjast æfa í vetur þurfa að fylla út skráningarblað á netinu, valhnappurinn er efst til vinstri á síðunni okkar en einnig getið þið farið beint frá þessari slóð: https://spreadsheets.google.com/viewform?formkey=dGVJZzBPT09GV3Fadm1CVy1ScU9RVXc6MQ

Krulla um borð í skemmtiferðaskipi

Hefur einhver áhuga á að spila krullu á skemmtiferðaskipi? Í boði er "Pebble the Sea, Curling Cruise" 24. apríl til 1. maí 2011.

Tímatafla og hópaskipting

Tímatafla og hópaskipting fyrir haustönn 2010 er til vinstri í valmyndinni. Einungis er um drög af afís-tímatöflu að ræða.

Uppfærð dagskrá fyrir æfingabúðir m.fl og 95+

Sælir strákar!

Hér er uppfærð dagskrá fyrir m.fl. og 95+ æfingabúðirnar í næstu viku. Vinsamlegast skráið ykkur með því að senda mér tölvupóst hockeysmiley@gmail.com eða sms í gsm: 8681640.

23-27. ágúst

17:15 MÆTING

17:25-18:25 afís

18:45-20:00 ísæfing

       20:00-20:30 teygjur og sturta

20:30 Búið

 Í ágúst verður boðið upp á eftirfarandi

-          Þrjár ísæfingar í viku í þrjár vikur, mán. mið. og fös. kl: 21.00.  Fyrsta æfing (open ice scrimmage) er 9. ágúst. Verð: 5000 kr. óháð fjölda æfinga sem mætt er á.

-          Bara æfingabúðir: 10.500kr

-          Pakkatilboð, æfingabúðir + 9 æfingar með m.fl. (Open ice scrimmage) 13.000kr

 reikn. 0162-05-269868 kt: 630295-2709

Svellið til leigu um helgina

Ef einhverjir hafa áhuga þá er hægt að leigja svellið á laugardag frá kl.16:15 til 23:00 eða sunnudag frá 16:15 til 21:00.

Fyrsta krulluæfing 30. ágúst.

Fyrsti tími krulludeildar er mánudagskvöldið 30. ágúst. Sami tími og venjulega kl. 20.00.-

Meistaraflokksmenn ATH

Miðvikudaginn 18. ágúst kl. 21:00 verður fundur í Skautahöllinni um verkefni meistaraflokks í vetur.  Óskað er eftir því að allir þeir sem hafa hug á því að keppa með meistaraflokki karla í vetur komi á fundinn og fái þar upplýsingar um það sem framundan er.

Skiptimarkaður fyrir skauta, kjóla og annan búnað

Þriðjudaginn 17. ágúst verður skiptimarkaður fyrir skauta, kjóla, samfestinga og aðrar skautavörur í skautahöllinni uppi á svölum. Þeir sem áhuga hafa geta komið með söluvarning milli 10 og 16. Ath. hver og einn ber ábyrgð á sínum vörum og verður að selja sitt. Munið að merkja vel vörurnar með verði, nafni og símanúmeri.

SKAUTATÖSKUR

Ef þig vantar skautatösku þá á ég hana í mörgum litum og munstrum, þær eru með sér hólfi fyrir skautann og góðu hólfi fyrir fötin/ nestið. Þessar töskur henta lika fyrir skíðaskóna og/ eða íþróttaskóna / fötin.

Hafðu samband og komdu svo að skoða

Allý allyha@simnet.is / 8955804