Karfan er tóm.
Íþróttavöruverslunin Everest verður með kynning á skautum frá Risport og Graf og skautablöðum Wilson í Skautahöllinni á akureyri á sunnudaginn kl:18:00. Fyrirtækið mun veita 25% afslátt gegn fyrirframpöntunum en hins vegar þarf að greiða 30% staðfestingargjald.
Aðalfundur LSA verður halinn þann 17.maí kl:20:00 í Skautahöllinni á Akureyri. Venjuleg aðalfundarstörf.
Halló, skautatímabilið á svelli er búið í bili en skautaæfingabúðir byrja í júlí og ef þig vantar skautabuxur fyrir þann tíma þá endilega hafðu samband fyrir 10. maí ég á til nokkrar, 1x 8-10, 1x 12-14, 3x XS og 2 x Small, það er lítið eða ekkert til fyrir sunnan og koma ekki aftur fyrr en í haust.
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.
Allý / allyha@simnet.is- 8955804
Vinsamlega skráið ykkur á helgamargretclarke@gmail.com fyrir 21. maí. Námskeiðið er innifalið í æfingagjöldunum og kostar því ekkert.
Áhersla námskeiðsins: styrkur - snerpa - liðleiki. Seinni hluta námskeiðsins verður farið dýpra í afís stökk og stökktækni. Mikilvægur undirbúningur fyrir sumaræfingarbúðir í Tékklandi í júlí og hér á Akureyri í ágúst.
Hópur 1: iðkendur fæddir 1996 og fyrr
Hópur 2: iðkendur fæddir 1997 og seinna
Tímatafla námskeiðsins verður sett upp 2 vikur fram í tímann. Af og til verða hóparnir saman en að öllu jöfnu verða æfingar fyrir hvern hóp fyrir sig svo allir fái sem mest út úr æfingunum.
Ef einhver er enn með áheitablöð v/ maraþonsins þá endilega skilið þeim til mín í dag mánudag í síðastalagi á morgunn þriðjudag ég er heima eftir kl. 16:30
kv. Allý