Æfingar falla niður á laugardag og sunnudag

Æfingar á laugardag og sunnudagsmorgun falla niður hjá öllum flokkum vegna hokkímóts. Æfingar á sunnudagskvöldið verða notaðar í grunnpróf ÍSS sem fram fer frá kl. 13-20. Sjá aðra frétt.

Vorsýning LSA 2010 sunnudaginn 25. apríl kl. 17:30

Upplýsingar varðandi Vorsýningu LSA 2010.

Búningaupplýsingar neðst í frétt.

765 Bikarmót á Akureyri um næstu helgi

Hægt er að skoða dagskrá næstu helgar með því að smella hér

Úrslitakeppni mfl.kv.: SA - Björninn 5-1 !!!

Annar leikur SA og Bjarnarins í úrslitakeppni meistaraflokks kvenna endaði með stórsigri heimaliðsins, SA skoraði 5 mörk gegn einu marki Bjarnarins. Glæsilegur sigur sem tryggir SA oddaleik um titilinn á fimmtudagskvöld. SA var betra liðið meirihluta leiksins.

SA - Björninn 5-1
Staðan í einvíginu 1-1
Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í Egilshöll fimmtudagskvöldið 15. apríl.

3. leikhluti: SA-Björninn 3-0
2. leikhluti: SA-Björninn 0-1
1. leikhluti: SA-Björninn 2-0

SA
Guðrún Blöndal 1/1
Sarah Smiley 1/1
Linda Brá Sveinsdóttir 1/0
Þorbjörg Eva Geirsdóttir 0/1
Birna Baldursdóttir 1/0
Hrund Thorlacius 1/0
Refsing: 26 mínútur
Varin skot: 14

Björninn
Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 1/0
Vala Stefánsdóttir 0/1
Refsingar: 10 mínútur
Varin skot: 33

Úrslitakeppni kvenna: Leikur 2 - uppfært reglulega, ýtið á f5

Annar leikur SA og Bjarnarins hefst kl. 19.15. Fylgst verður með gangi mála hér á heimasíðunni í beinni útsendingu. Ýtið á f5 til að fá nýjustu uppfærslu. Liðsskipan beggja liða má finna neðst í þessari frétt.

Afíspróf hjá Söruh Smiley

Sarah Smiley mun prófa alla í A1, A2, B1 og B2 næstu 2 miðvikudaga. Á morgun miðvikudaginn 14. apríl verður próf kl. 16-17 hjá A2 og B2 og miðvikudaginn í næstu viku eða 21. apríl verður próf hjá A1 og B1 kl. 16:45-17:45. Það er MJÖG mikilvægt að mæta svo hægt sé að meta framfarir hjá ykkur.

PAPPÍR

Þeir sem tóku pappír í mars eru beðnir að koma til mín peningum í síðasta lagi 20. apríl..

kv. Allý

Úrslitaleikur í kvöld hjá kvennaliðinu

Úrslitin í kvennahokkíinu hófust á sunnudaginn fyrir sunnan og lauk með sigri Bjarnarins í vítakeppni.  Staðan var 2 - 2 eftir venjulegan leiktíma og í framlengingu tókst liðunum ekki að skora.  Vítagrýlan sem hvíldi á karlaliðinu í úrslitum virðist greinilega vera einnig til staðar hjá kvennaliðinu því þær skoruðu ekkert mark og urðu að horfa á eftir fyrstu stigunum í hendur Bjarnarins.

Leikurinn í dag er mjög mikilvægur því aðeins þarf tvo sigurleiki til að tryggja sér titilinn og því er að duga eða drepast fyrir okkur í kvöld.  Leikurinn hefst kl. 19:15 og fer fram hér í Skautahöllinni á Akureyri.  Stelpurnar þurfa á stuðningi áhorfa að halda og því er skyldumæting í höllina í kvöld - ÁFRAM SA!

Engin æfing í Laugargötu í dag

Það verður engin æfing í Laugargötu í dag!

Framundan

Vorsýning listhlaupadeildarinnar verður sunnudaginn 25.apríl kl:17:30, þar sýna allir iðkendur deildarinnar listir sínar.
Maraþonið verður þann 1.-2. maí fyrir A, B og C flokka, áheitasöfnun hefst 7-10 dögum fyrr. Allur ágóði fer til að niðurgreiða æfingabúðir LSA í ágúst. Iveta Reitmayerova kemur og þjálfar í ágústæfingabúðunum, skráning í þær verður í kringum maraþonið.