Karfan er tóm.
Undir lesa meira má sjá þá sem skráðir eru til keppni á Goðamótið um næstu helgi, vinsamlegast lítið yfir listann og athugið hvort að hann passi ekki örugglega. Ef einhvern vantar á hann, vinsamlegast hafið samband við didda@samvirkni.is
NIAC mótið hófst í dag á leik Hvítra og Blárra og voru það þær fyrrnefndu sem báru sigur af hólmi með tveimur mörkum gegn einu. Liðin eru mjög jöfn að styrkleika og eftir fyrsta leikhluta var enn markalaust jafntefli. Í 2. lotu voru það hvítir sem skoruðu eina markið en þar var á ferðinni Flosrún Vaka sem skoraði af öryggi framhjá Margréti Vilhjálmsdóttur í marki Blárra.
Á morgun hefst NIAC (Northern Iceland Adventure Cup) kvennamótið hér í Skautahöllinni á Akureyri. Á mótinu keppa tvö lið sem búin voru til sérstaklega út af þessu móti, auk landsliðsins og breska liðsins Slough Phantoms en þetta er í fyrsta skiptið sem hingað kemur breskt hokkílið. Íslensku liðin tvö eru sett saman úr landsliðsleikmönnum auk nokkurra annarra til, og eru kennd annars vegar við blátt og hins vegar við hvítt.