Karfan er tóm.
Á morgun fimmtudag kl. 19:00 fer fram leikur á milli karlaliðs SA og liðs frá Finnlandi sem heitir Storm. Lið þetta er á ferðalagi um heiminn í þeim tilgangi að spila við hin og þessi lið og hafa þeir ákveðið að heiðra okkur með nærveru sinni. Liðið spilaði tvo leiki við íslenska landsliðið í Laugadalnum um síðustu helgi og landsliðið vann báða leikina, þann fyrri 6 - 4 og þann seinni 3 - 2.
Liðið er semsagt býsna sterkt og því má reikna með hörkuleik hér í Skautahöllinni á morgun og því um að gera fyrir fólk að fjölmenna í höllina og horfa á skemmtilegt hokkí en þess má geta að aðgangur er ókeypis.
Þessa vikuna fer fram 100. heimsmeistaramót í listhlaupi á vegum alþjóðaskautasambandsins (ISU). Frá og með deginum í dag og fram á næsta sunnudag munu 208 íþróttamenn frá 53 löndum keppa á ísnum í Palavela. Á meðal þeirra eru fjölmargir verðlaunahafar Ólympíuleikanna í Vancouver.
Morgunístímar á þriðjudagsmorgnum verða settir til hliðar þar til eftir páskaleyfi, Laugargata verður þó á sínum stað.