Hokkídagur í dag

Það verður mikið um að vera í Skautahöllinni á Akureyri í dag en þá munu fara fram tveir íshokkíleikir.  SA tekur á móti Birninum í 2. flokki karla og mfl kvenna.   Báðir leikirnir eiga það sammerkt að hafa lítið gildi, þ.e.a.s. annað en skemmtanagildi.  Fyrri leikurinn verður síðasta viðureign liðanna í undankeppninni hjá konunum og þar eru úrslitin þegar ráðin, þ.e. Björninn hefur þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn en þetta er síðasta viðureign liðanna fyrir úrslitakeppni sem hefst um næstu helgi.  Úrlistin í þessum leik breyta því ekki á nokkurn hátt stöðunni en úrslitinum munu að öllum líkindum segja eitthvað til um hvað koma skal í úrslitum.  Sú breyting hefur þó verði gerð á liði SA að Josh Gribben mun taka bekkinn og Sarah Smiley mun einbeita sér að spilamennskunni.

Myndir úr leik SA - STORM

Þá eru komnar myndir úr  leik SA vs STORM. Þær má skoða hér.

Myndir úr leik SA - STORM

Þá eru nokkrar myndir komnar á síðuna úr leiknum við finnana. Þær má skoða hér.

Ice Cup: Ert þú búin(n) að skrá þig?

Skráningarfrestur á Ice Cup er til 15. apríl. Fjórtán lið komin á blað. Einstaklingar geta haft samband og fengið aðstoð við að mynda lið.

Breyttir æfingatímar á morgun

Ákveðið hefur verið að sameina hópana 3 í æfingabúðunum í 2 á morgun þar sem margir eru fjarverandi. Ath að tímataflan breytist við þetta!

Drög að tímatöflu Goðamótsins 10.-11.apríl

Dregið verður í keppnisröð þriðjudaginn 6 apríl kl 18 í félgasherbergi skautahallarinnar. Hér má sjá drög af dagskrá mótsins.
 

Úrslit ráðin í 2. flokki

Keppnin í 2. flokki hefur verið spennandi í vetur og nú þegar keppnin er að klárast átti SA möguleika á því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn, en til þess að það myndi gerast yrðu SR-ingar að vinna Björninn í kvöld og síðan þyrfti SA að vinna Björninn í síðasta leik á laugardaginn næsta hér heima.  Leik SR og Bjarnarins var hins vegar að ljúka í Reykjavík með sigri Bjarnarmanna sem tryggðu sér þar með Íslandsmeistaratitilinn.  Þar með eru úrslitin ráðin, SA lendir í 2. sæti og SR í því þriðja og úrslit síðasta leiks nú á laugardaginn breyta engu um þessa niðurstöðu.

Einkatímar hjá Audrey

Audrey Freyja kemur sem gestaþjálfari í páskaæfingabúðirnar okkar dagana 31. mars til 2. apríl. Ef áhugi er fyrir hendi þá getur hún boðið upp á einkatíma fyrir þá sem það kjósa þessa daga. Hafið samband við Audrey með tölvupósti (audreyfreyja@gmail.com) til að panta tíma.

Krullan framundan - Opinn mánuður og skráningar í Ice Cup

Í dag er réttur mánuður þangað til Ice Cup hefst. Skráningarfrestur er til 15. apríl. Krullufólk er hvatt til að skrá sig sem fyrst til að auðvelda skipulagningu. Margir "opnir" tímar í apríl en ekkert mót fram að Ice Cup.

Íslandsmótið i krullu: Mammútar sigruðu!

Mammútar unnu Garpa í úrslitaleik Íslandsmótsins, Víkingar unnu Fífurnar í leik um bronsið.