21.04.2014
Miðvikudaginn 23. apríl verður hin árlega Vorsýning listhlaupadeildar. Disneyþema verður að þessu sinni.
21.04.2014
Nú er að komast mynd á keppnisfyrirkomulag, reglur og dagskrá Ice Cup, enda ekki seinna vænna því mótið hefst með hefðbundnu opnunarhófi miðvikudagskvöldið 30. apríl kl. 21. Á aðalfundi Krulludeildar, sem haldinn verður þriðjudagskvöldið 22. apríl verður farið yfir ýmis mál er varða undirbúning og skipulag mótsins og spurningum svarað ef eitthvað þarfnast útskýringar.
18.04.2014
Vegna eftirspurnar frá liðum sem mæta á Ice Cup eftir tvær vikur hefur verið ákveðið að laugardagskvöldið 19. apríl verði boðið upp á krulluæfingu.
17.04.2014
Síðustu hefðbundu æfingar yngri flokka í íshokkí verða laugardaginn 19. apríl. Vormótið hefst núna tíu dögum fyrr en í fyrra þar sem ísinn verður aðeins í boði til 20. maí og bæði alþjóðlegt krullumót og hokkímót á dagskránni.
15.04.2014
Lið 4. flokks er Íslandsmeistari í íshokkí 2014. Verðlaunaafhending fór fram í beinni útsendingu á SA TV fyrr í kvöld - og hér er upptaka af afhendingunni. Ljósmyndir síðar.
15.04.2014
Boðað er til aðalfundar Krulludeildar Skautafélags Akureyrar þriðjudaginn 22. apríl kl. 20.00 í fundarherbergi Skautahallarinnar. Fundurinn verður jafnframt kynningar- og undirbúningsfundur vegna Ice Cup og er krullufólk sem tekur þátt í mótinu hvatt til að mæta.
15.04.2014
Íslendingar lögðu Ísraela í lokaleik sínum í II. deild A á Heimsmeistaramótinu í íshokkí karla og tryggðu sér silfurverðlaun á mótinu. Fóru í framlenginu þrjá leiki í röð, unnu tvo þeirra í vítakeppni.
14.04.2014
Óhætt er að segja að Íslendingar þurfi að hafa fyrir stigunum sem þeir safna sér til þess síðan vonandi að fá silfurverðlaunin í II. deild A á Heimsmeistaramóti karla í íshokkí. Sigur í vítakeppni gegn heimamönnum í dag og úrslit annarra leikja hjálpa.
13.04.2014
Mammútar urðu í gær Íslandsmeistarar í krullu í fimmta sinn, en þetta er í þrettánda sinn sem keppt er um titilinn.
13.04.2014
Karlalandsliðið í íshokkí sigraði Ástrali í framlengingu í II. deild A á Heimsmeistaramótinu í gær. Jóhann Már Leifsson opnaði markareikning sinn hjá A-landsliðinu og skoraði tvisvar.