07.03.2024
Vormót ÍSS fór fram í Skautahöllinni hjá okkur um síðustu helgi en mótið er eitt það stærsta sem haldið hefur verið í listskautum. Keppt var í ÍSS keppnislínu, félagalínu og Special Olympics/Adaptive Skating á listskautum en svo var einnig keppt í skautahlaupi opinberlega í fyrsta sinn í 42 ár á Íslandi.
Mótið er síðasta mót tímabilsins og voru Bikarmeistarar krýndir í lok móts.
04.03.2024
Garpar halda enn forystunni á íslandsmótinu
04.03.2024
Íslenska drengja landsliðið í íshokkí byrjar heimsmeistaramótið í III deild af miklum krafti en liðið lagði Bosníu nú rétt í þessu 13-1. 8 leikmenn skoruðu mörk í leiknum en SA drengirnir Askur Reynisson (2), Bjarmi Kristjánsson (2), Bjarki Jóhannsson, Stefán Guðnason og Alex Ingason skoruðu allir mörk í leiknum. Mótið fer fram í Istanbúl í Tyrklandi og á Ísland eftir að mæta Tyrklandi, Nýja-Sjálandi, Mexíkó og Belgíu. Næsta verkefni liðsins er gegn heimaliðinu Tyrklandi en leikurinn er á morgun kl. 17:00 og má sjá hann í beinni útsendingu hér. Hér má finna dagskrá og tölfræði mótsins.
01.03.2024
Vormót Skautasambands Íslands árið 2024 fer fram í Skautahöllinni hjá okkur um helgina, 1. – 3. mars. Að þessu sinni er auk Keppnislínu ÍSS einnig keppt í Keppnislínu félaganna og Special Olympics/Adaptive Skating. Samhliða Vormóti ÍSS 2024 fer fram opið mót í skautahlaupi. Mótið er opið öllum áhugasömum, ekki er nauðsynlegt að vera meðlimur í aðildarfélagi ÍSS til þess að skrá sig til keppni. Keppnin fer fram á laugardag kl. 20:00 en keppt verður í flokkum ungmenna og fullorðinna.
01.03.2024
Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir og Sædís Heba Guðmundsdóttir voru fulltrúar Skautafélags Akureyrar á Norðurlandamótinu á listskautum sem fór fram 1. - 4. febrúar í Borås, í Svíþjóð. Freydís Jóna náði 19. sæti í Junior flokki með heildarstig uppá 81.24 stig og Sædís Heba 15. sæti í Advanced Novice með 78.27 stig.
28.02.2024
LEIKUR #3 í Úrslitakeppninni í Hertz-deild kvenna er á morgun fimmtudag kl. 19:30. Liðin hafa unnið sitthvorn heimaleikinn og ljóst að stuðningur stúkunnar getur riðið baggamuninn í þessarri rimmu. Við mælum með að mæta snemma til að ná góðu sæti en það verða einnig seldir hamborgarar fyrir leik í félagssalnum á 2. hæð. Mætum í rauðu málum stúkuna rauða og styðja okkar lið til sigurs.
Miðaverð 2.000 kr. frítt inn fyrir 13 ára og yngri.
Forsala Miða: https://stubb.is/events/ykO8ky
Burger fyrir leik og í leikhéi á 2. hæð.
Ásgarður sjoppan í Skautahöllinni Opin og samlokugrillið funheitt.
27.02.2024
Garpar leiða Íslandsmótið eftir sjöttu umferð
22.02.2024
Úrslitakeppnin í Hertz-deild kvenna er að hefjast en fyrsti leikur er á á sunnudag, 25. febrúar kl. 16:45 í Skautahöllinni á Akureyri. SA mætir þar Fjölni en liðin voru efst í deildarkeppninni þar sem SA vann deildarmeistaratitilinn með 42 stig en Fjölnir var með 24 stig. Leikið verður sitt á hvað þar sem SA byrjar á heimavelli en vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí.
Miðaverð er 2000 kr. en frítt inn fyrir 13 ára og yngri. Hægt er að tryggja sér miða í forsölu í Stubb. Við hvetjum fólk til þess að mæta í rauðu og litum þannig stúkuna í okkar lit.
Sjoppan samlokur svo engin þarf að fara svangur heim. Áfram SA!
20.02.2024
Garpar Gimli meistarar 2024