27.01.2024
Icecup 2024 verður haldið dagana 2 til 4 maí nk.
22.01.2024
U20 ungmennalandslið Íslands í íshokkí náði sögulegum árangri um helgina þegar liðið vann bronsverðlaun á Heimsmeistaramótinu í II deild b sem fram fór í Pionir Arena í Belgrad í Serbíu. Ísland tryggði sér bronsið með því að leggja Chinese Tapei örugglega 9-4 í síðasta leik en áður hafði liðið unnið bæði Ástralíu og Belgíu. Rúmenía sem stal sigrinum gegn Íslandi í síðustu viku vann svo gullverðlaunin og fer upp um deild. Bronsverðlaunin eru besti árangur sem Ísland hefur náð í þessum aldursflokki á heimsmeistaramóti svo árangurinn er sögulegur merki um gæði nýrrar kynslóðar leikmann sem nú eru að koma upp í íslensku íshokkí. SA Víkingurinn Arnar Helgi Kristjánsson var valin besti varnarmaður mótsins en hann var stigahæsti leikmaður Íslands á mótinu með 9 stig (2+7) og þriðji stigahæsti leikmaður mótsins. Akureyringarnir Alex Máni Sveinsson, nú leikmaður Örnskoldsvik í sænsku 1. deildinnim, var markahæsti leikmaður Íslands í mótinu með 4 mörk (4+4) og Helgi Þór Ívarsson leikmaður var með þriðju hæst markvörsluhlutfall mótsins með 91,87% markvörslu.
21.01.2024
SA eru deildarmeistarar 2024 í Hertz-deild kvenna eftir 4-2 sigur á Fjölni í Egilshöll á laugardag. Silvía Björgvinsdóttir skoraði 2 marka SA í leiknum á laugardag og þær Sveindís Sveinsdóttir og María Eiríksdóttir sitthvort markið. Shawlee Gaudreault var með 95% markvörslu í leiknum. SA er búið að vinna 11 af 12 leikjum í deildarkeppninni í vetur en liðið á eftir að mæta SR í þrígang og Fjölni einu sinni áður en úrslitakeppnin hefst í byrjun mars.
16.01.2024
Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir og Jakob Ernfelt Jóhannesson hafa verið valin íþróttafólk SA fyrir árið 2023 og voru þau heiðruð í gærkvöld í nýja félagsal Skautafélagsins. Freydís var valin skautakona ársins hjá listskautadeild SA á dögunum og Jakob íshokkímaður íshokkídeildar SA árið 2023. Bæði tvö eru tilnefnd af Skautafélagi Akureyrar til Íþróttafólks Akureyrar.
15.01.2024
U20 drengjalandslið Íslands í íshokkí byrjarði Heimsmeistaramótið í IIb sem fram fer í Belgrad í Serbíu af miklum krafti en liðið vann Ástralíu örugglega 6-0 í sínum fyrsta leik. Mörk Íslands skoruðu þeir Gunnlaugur Þorsteinsson, Birkir Einisson, Alex Máni Sveinsson, Ormur Jónsson, Ýmir Hafliðason og Viggó Hlynsson. Helgi Þór Ívarsson stóð eins og klettur á milli stanganna og varði öll 25 skot Ástralíu í leiknum og Alex Máni Sveinsson var valinn besti leikmaður Íslands í leiknum. Ísland mætir Rúmeníu í dag kl. 15:00 og er hægt að horfa á leikinn hér í beinni útsendingu. Dagskrá og tölfræði mótsins má sjá hér.
15.01.2024
U18 kvennalandsliðið í íshokkí vann sifurverðlaun á HM í deild IIb í Búlgaríu sem kláraðist í gærkvöld. Ísland vann 4 leiki af 5 og voru hársbreidd frá gullinu því Nýja-Sjáland mátti ekki tapa stigum gegn Búlgaríu í sínum síðasta leik og skoraði sigurmark leiksins á síðustu mínútum leiksins svo tæpar mátti það ekki standa. Íslenska liðið spilaði frábært íshokkí á mótinu og frammistaðan gefur góð fyrirheit um frammtíðina. Aðalheiður Ragnarsdóttir var valin besti varnarmaður mótsins og Friðrika Magnúsdóttir mikilvægasti leikmaður íslenska liðsins á mótinu. Við óskum liðinu og starfsfólki til hamingju með árangurinn og góðrar ferðar heim.
08.01.2024
Aðalstjórn Skautafélags Akureyrar óskar eftir tillögum að nafni á nýja félagssalinn og efnir til nafnasamkeppni. Nafnasamkeppnin er opin öllum og við hvetjum allt félagsfólk sérstaklega til þess að taka þátt. Tillögur skal senda á skautahollin@sasport.is en frestur til að skila inn tillögum er til og með 25. janúar. Verðlaun verða veitt fyrir þá tillögu sem verður fyrir valinu.
05.01.2024
U18 kvennalandslið Íslands í íshokkí lagði af stað til Sofíu í Búlgaríu nú í morgunsárið til þess að keppa á Heimsmeistaramótinu í íshokkí í II deild B. Auk Íslands eru Belgía, Búlgaría, Nýja-Sjáland, Mexíkó og Suður-Afríka í riðlinum. Fyrsti leikur Íslands er á mánudag en þá mætum við Mexíkó kl. 11:00 á íslenskum tíma. Upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu alþjóða Íshokkísambandsins en við munum birta hlekk á facebook síðu íshokkídeildar með beinu streymi á leikina.