06.11.2024
Greiðsluseðlar félagsgjalda eru nú komnir í heimabanka félagsmanna og þeirra sem eru tengdir félaginu á einn eða annan hátt. Félagsgjaldið er kr. 3.900 kr. en við vonumst til þess að þú kæri félagsmaður greiðir félagsgjaldið sem birtist í heimabanka þínum og leggir okkur lið við uppbyggingu félagsins. Ef þú ert ekki félagsmaður í dag en vilt fá greiðsluseðilinn þarft þú aðeins að senda póst á skautahollin@sasport.is og sækja um aðild og þá færð þú sendan greiðsluseðil í heimabankann þinn. Ef þú hefur ekki áhuga á að vera félagi þá er hægt að eyða henni en hún hverfur sjálfkrafa 1. mars.
29.10.2024
Í kvöld fór fram námskeið í félagsaðstöðunni í Skautahöllinni þar sem starfsfólk, þjálfarar, stjórnarfólk og helstu sjálfboðaliðar þvert á deildir fengu kennslu og þjálfun í samskipafærni og menningarlæsi hvar útgangspunkturinn er að aukinn skilningur auki umburðarlyndi og virðingu. Fyrirlesturinn eru fyrstu skrefin í átt að betra og bættara andrúmslofti í félaginu og hjálpa okkur að gera betur í síbreytilegu samfélagi.
26.08.2024
Æfingar eru nú að hefjast aftur samkvæmt tímatöflu og starfsemi deilda félagsins er komin á fullt. Byrjendaæfingar í listhlaupi hefjast 26. ágúst og eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 16:00-17:15 en aðrar æfingar eru samkvæmt tímatöflu. Byrjendaæfingar í íshokkí hefjast á þriðjudag og verða alla þriðjudaga og fimmtudag kl. 17:00-17:45 og aðrar æfingar samkvæmt tímatöflu. Krulluæfingar hefjast í September og verða auglýstar sérstaklega á heimasíðu krulludeildar.
14.05.2024
Aðalfundur Krulludeildar SA verður haldinn þriðjudaginn 21. maí kl. 18:00 í fundarherbergi Skautahallarinnar.
13.05.2024
Aðalfundur Krulludeildar SA verður haldinn þriðjudaginn 21. maí kl. 18:00 í fundarherbergi Skautahallarinnar.
02.05.2024
Krullumótið IceCup 2024 er nú í gangi í Skautahöllinni en mótið hófst kl. 9 í morgun og verður leikið fram á laugardagskvöld. Það eru 26 lið í mótinu í ár þar af 19 erlend lið frá 6 mismunandi löndum. Mótið í ár er það fjölmennasta sem hefur verið en ásóknin í mótið er það mikil að uppselt er nú þegar á mótið sem verður haldið árið 2025 en þá verð 25 ár liðin frá fyrsta IceCup mótinu. Mótið er í beinni útsendingu hér en leikið er alla þrjá keppnis daganna frá kl. 9 og fram á kvöld. Við hvetjum áhugasama um að koma í stúkuna og fylgajst með keppninni sem er virkilega skemmtileg og spennandi en hægt að gæða sér á dýrindis kjötsúpu og fleiru á 2. hæðinni.
26.03.2024
Garpar Íslandsmeistarar 2024.