Almennur félagsfundur í kvöld

Sæl öll. Í kvöld verður almennur félagsfundur krulludeildar kl. 20:00. Endilega mætið sem flest svo hægt sé að skipuleggja veturinn og sjá hvort við verðum leikfær. Látið alla, sem ykkur dettur í hug, vita þannig að hægt sé að koma saman liðum. Eftir fund er svo tilvalið renna nokkrum steinum. Ef þið komist ekki væri gott að vita hvort þið ætlið að vera með í vetur tp: oh(hjá)vegagerdin.is

Krullan að byrja

Kominn tími til að reima á sig krulluskóna. Fyrsta krulluæfingin verður á mánudaginn 7. september kl. 20:00

Styttist í krulluveturinn - Talning

Talning í Bónus

Aðalfundur Krulludeildar

Aðalfundur Krulludeildar verður haldinn mánudaginn 18. maí.

Komdu að Krulla

Kennsla og æfingar í maí

Íslenskt-svissneskt lið sigraði á Ice Cup krullumótinu

The Others, skipað einum Svisslendingi og Íslendingum, vann lið frá Bandaríkjunum í úrslitaleik Ice Cup í dag.

Ice Cup: Úrslitaleikir hefjast kl. 14.30

Nú er öllum leikjum lokið á Ice Cup nema sjálfum úrslitaleikjunum. Keppt verður um þrjú efstu sætin í A-deild og efsta sætið í B-deild.

Ice Cup: Úrslit föstudags, staða og leikir laugardags

Keppni er nú lokið í dag á Ice Cup alþjóðlega krullumótinu. Tvö lið hafa unnið alla sína leiki, bandaríska liðið The OC from DC og íslensk/svissneska liðið The Others. Þessi lið mætast í fyrramálið kl. 9. Allir leikir í A-deild hefjast kl. 9 á morgun, en leikir í B-deild hefjast kl. 11.30.

Ice Cup: Úrslit frá fyrsta degi

Nú hafa öll liðin leikið einn leik á Ice Cup og ljóst hvaða lið mætast á morgun.

Ice Cup: Fyrstu leikir

Dregið var um leiki fyrstu umferðar í opnunarhófi Ice Cup í gærkvöldi. Steinarnir renna af stað klukkan fimm í dag.