Fréttir af HM kvenna 2009.

Við munum fylgjast vel með dönsku stelpunum okkar á mótinu, en þær hafa núna unnið þrjá fyrstu leiki sína.

Heimsmeistaramót kvenna 2009 hafið.

Dönsku stelpurnar OKKAR þær Angelina, Camilla, Denise og Madeleine standa í ströngu næstu vikuna. 

Maríómótið

Aðeins fjögur lið, Fífur, Garpar, Mammútar og Víkingar skráðu sig til keppni á Maríómótinu.

Maríómótið hefst mánudaginn 23 mars.

Leikið verður eftir nýjum reglum á Mariómótinu.

Fyrsti heimsmeistaratitill Dana í krullu.

Engin krulla miðvikudaginn 18 mars.

Mammútar Íslandsmeistarar árið 2009.

Mammútar sigruðu Víkinga í úrslitaleik Íslandsmótsins fyrr í kvöld.

Úrslitaleikirnir kl. 20:00 í kvöld.

Eins og fram kemur í fréttinni á undan þá eru úrslitaleikirnir einir eftir þar sem ekki þarf að leika þriðju umferðina í undaúrslitunum. Það verða því engir leikir kl. 17:45 eins og áður er auglýst. Úrslitin eru kl: 20:00. 

Leikur um Íslandsmeistaratitilinn  Mammútar geng Víkingum á braut 2 

Leikur um þriðja sætið Garpar gegn Üllevål á braut 3.

Íslandsmótið. Mammútar og Víkingar í úrslit.

Tveimur umferðum í úrslitakeppninni er nú lokið og ljóst að Mammútar og Víkingar leika til úrslita á Íslandsmótinu annað árið í röð. 

Úrslitakeppni Íslandsmótsins hafin.

Mammútar halda áfram sigurgöngu sinni í mótinu en þeir sigruðu Garpa í kvöld 6 - 2. Víkingar náðu að hefna ófaranna frá síðasta leik við Üllevål og sigruðu örugglega 9 - 2.  Næstu leikir kl 9:30 í fyrramálið laugardag og síðan síðasta umferð kl 17:45.