Maríómótið hefst mánudaginn 23 mars.

Leikið verður eftir nýjum reglum á Mariómótinu.

Fyrsti heimsmeistaratitill Dana í krullu.

Engin krulla miðvikudaginn 18 mars.

Mammútar Íslandsmeistarar árið 2009.

Mammútar sigruðu Víkinga í úrslitaleik Íslandsmótsins fyrr í kvöld.

Úrslitaleikirnir kl. 20:00 í kvöld.

Eins og fram kemur í fréttinni á undan þá eru úrslitaleikirnir einir eftir þar sem ekki þarf að leika þriðju umferðina í undaúrslitunum. Það verða því engir leikir kl. 17:45 eins og áður er auglýst. Úrslitin eru kl: 20:00. 

Leikur um Íslandsmeistaratitilinn  Mammútar geng Víkingum á braut 2 

Leikur um þriðja sætið Garpar gegn Üllevål á braut 3.

Íslandsmótið. Mammútar og Víkingar í úrslit.

Tveimur umferðum í úrslitakeppninni er nú lokið og ljóst að Mammútar og Víkingar leika til úrslita á Íslandsmótinu annað árið í röð. 

Úrslitakeppni Íslandsmótsins hafin.

Mammútar halda áfram sigurgöngu sinni í mótinu en þeir sigruðu Garpa í kvöld 6 - 2. Víkingar náðu að hefna ófaranna frá síðasta leik við Üllevål og sigruðu örugglega 9 - 2.  Næstu leikir kl 9:30 í fyrramálið laugardag og síðan síðasta umferð kl 17:45.

Íslandsmótið.

Vegna ábendingar set ég aftur inn leikjaplanið fyrir Íslandsmótið en menn hafa misskilið hver keppir við hvern eins og þetta var sett upp.
Föstudagskvöld Laugardagur 
kl. 22:00 kl. 17:45 
Braut 2Braut 3Braut 2Braut 3
Mammútar Víkingar Garpar Mammútar 
Garpar ÜllevålÜllevålVíkingar 
Laugardagur Laugardagskvöld úrslitaleikir 
kl. 9:30 kl. 20:00 
Braut 2Braut3Braut 2Braut 3
Mammútar Garpar Lið í 1 sætilið í 3 sæti
ÜllevålVíkingar Lið í 2 sætilið í 4 sæti

Íslandsmótið um helgina.

Úrslitakeppni Íslandsmótsins leikin á föstudag og laugardag.

Engin krulla á miðvikudaginn.

Ekki verður krullað á miðvikudagskvöld þar sem íshokkímenn fá þann tíma til æfinga. Sama verður miðvikudaginn 18. mars engin æfing hjá okkur.