Aðalfundur Hokkídeildar

Aðalfundur Hokkídeildar Skautafélags Akureyrar verður haldinn fimmtudaginn 17. maí kl. 20,00 í fundarherbergi Skautahallarinnar.

4. flokkur Skautafélags Akureyrar Íslandsmeistarar í íshokkí 2018

4. flokkur Skautafélags Akureyrar varð Íslandsmeistari í bæði A og B liðum nú um helgina þegar síðasta Íslandsmóti vetrarins var haldið í Egilsthöll. Í keppni A-liða var sigurinn nokkuð öruggur en liðið vann 11 leiki af 12 leikjum á tímabilinu. Glæsilegur árangur hjá góðum liðum. Til hamingju 4. flokkur!

Vinnudagar í kvöld og á sunnudag

Vantar hendur til að hjálpa við að taka á móti hóp í kvöld og til að aðstoða við undirbúning fyrir Ice Cup á sunnudag.

Aðalfundur listhlaupadeildarinnar

Aðalfundur listhlaupadeildarinnar verður haldinn 15. maí nk. kl. 20.00 í fundarherbergi skautahallarinnar

Met mæting á byrjendadaginn hjá Skautafélaginu

Met mæting var á byrjendanámskeið Skautafélagsins sem hófst í dag en um 60 börn á aldrinum 4-7 ára mætu á svellið. Námskeiðið hefur verið haldið á þessum tíma árs um nokkurt skeið og gefist vel en þetta er í fyrsta skipti sem íshokkídeild og listhlaupadeild sameinast um að halda námskeiðið saman að vori. Um 30 krakkar voru mættir á ísinn hjá hvorri deild fyrir sig og þjálfararnir áttu í nógu að snúast. Börnin fóru heim með eitt stórt bros eftir að hafa stigið yfir stóra þröskuldinn enda flest að skauta í fyrsta sinn en sum þeirra höfðu beðið þessa dags með óþreyju um langt skeið. Námskeiðið heldur áfram á miðvikudag á sama tíma kl. 16.30-17.15 en námskeiðið telur 8 æfingar og kostar 3000 kr. Það er enþá hægt að skrá börn á námskeiðið í listhlaupi en skráning fer fram hjá Ólöf í netfangið gjaldkeri@listhlaup.is. Það er biðlisti á námskeiðið hjá hokkídeild en skráning á biðlistan má senda á netfangið hockeysmiley@gmail.com

Byrjendanámskeið fyrir 4-7 ára hefst á mánudag

Byrjenda skautanámskeið í listhlaupi og íshokkí fyrir hressa 4-7 ára krakka hefst á mánudag. Námskeiðið telur 8 skipti og verðið litlar 3000 kr. þar sem allur búnaður er innifalinn. Æfingarnar eru alltaf kl 16.30-17.15 og dagsetningarnar eru 30. apríl, 2. maí, 14. maí, 16. maí, 23. maí, 25. maí, 28. maí og 30. maí. Skráningar í íshokkí fara fram hjá Söruh Smiley á netfangið hockeysmiley@gmail.com og skráningar í listhlaup hjá Ólöf á netfangið gjaldkeri@listhlaup.is

Íslenska karlalandsliðið í íshokkí hefur leik á HM í Hollandi í dag

Íslenska karlalandsliðið í íshokkí hefur keppni á HM í Tilburg í Hollandi í dag. Ísland mætir Ástralíu í opnunarleik mótsins en Ísland hafnaði í fimmta sæti á mótinu í fyrra á meðan Ástralía hafnaði í öðru sæti. Leikurinn á morgun hefst kl 11.00 á íslenskum tíma og er í beinni útsendingu hér.

Ice Cup - Iceland bonspiel May 10-12. 2018.

Schedule for Ice Cup 2018

SA Víkingar Íslandsmeistarar 2018

SA Víkingar unnu Esju í gærkvöld í þriðja sinn í úrslitkeppni karla í íshokkí með sex mörkum gegn tveimur og tryggðu sér þar með Íslandsmeistaratitlinn árið 2018. SA Víkingar unnu einvígið 3-0 en titilinn var sá 20. í röðinni hjá félaginu. SA Víkingar áttu stórgott ár því liðið er bæði deildar- og Íslandsmeistarar og tapaði aðeins tveimur leikjum í venjulegum leiktíma í vetur. Leikurinn í gærkvöld var einnig sögulegur fyrir þær sakir að hann var kannski síðasti leikur Esju í íslensku íshokkí en liðið hefur tilkynnt að það verði ekki með á næsta tímabili.

SA Víkingar leiða 2-0 og geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á laugardag

SA Víkingar unnu gríðarlega mikilvægan sigur í gærkvöld í öðrum leik úrslitakeppninnar í íshokkí. SA Víkingar sóttu Esju heim og knúðu fram sigur í framlengingu þegar aðeins 4. sekúndur voru eftir af framlengingunni. SA Víkingar leiða því einvígið 2-0 og geta með sigri á laugardag því tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn fer auðvitað fram í Skautahöllinni á Akureyri og hefst kl. 17.00 en við hvetjum alla til þess að mæta á leikinn og leggja sitt á vogaskálirnar til þess að styðja liðið til sigurs. Aðgangseyrir 1500 kr. frítt inn fyrir 16. ára og yngri.