Foreldrar A keppenda fædd árin 1995-2000 eru boðuð á fund eftir grunnprófsfundinn á mánudagskvöld. Finnlandsverkefnið svo kallaða verður kynnt og til umræðu.
Nú fer fram í Skauthöllinni á Akureyri kvennamót í íshokkí þar sem um 50 konur frá SA, SR og Birninum á öllum aldri keppa í þremur liðum.Liðin þrjú sem sérstaklega voru sett saman fyrir þetta mót heita Svörtu snákarnir, Rauðu Tígranir og Hvítu hákarlarnir.Hvert lið er skipað þremur línum, hver í sínum styrkleikaflokki, og þannig keppa saman línur af sama styrkleikaflokki allt mótið.Með þessu móti næst að halda keppninni jafnri þrátt fyrir ólík getustig leikmanna.
Við reynum að hafa tölvupóstfanglista í lagi í deildinni til að geta komið skilaboðum til foreldra/forráðamanna iðkenda. Ef þið fáið ekki fjöldapóst frá okkur en viljið fá hann endilega hafið samband við hildajana@gmail.com Eftirfarandi netföng komast ekki til skila og gætu verið vitlaust skrifuð hjá okkur ef einhver þekkir þau og sér villuna, endilega hafið samband líka:
Í kvöld fóru fram tveir frestaðir leikir í deildarkeppni Íslandsmótsins. Öll liðin eiga nú eftir einn leik. Mammútar og Víkingar öruggir í úrslitakeppnina.