Ynjur vs Ásynjur kl.19,30

Þriðjudaginn 14. okt. munu kvennalið SA eigast við í annað sinn í vetur.

Góður sigur á Esjunni á laugardaginn í Laugardalnum 2:5

Um nýliðna helgi spiluðu Víkingar sinn fyrsta leik eftir leikjapásuna gegn Esju nú á þeirra heimavelli . Lokatölur 2:5 Víkingum í vil.

3.flokkur með 2 sigra á Birninum 7:0 og 8:4

3. flokkur Bjarnarins kom norður í gær og spilaði 2 leiki við SA

SA vs SR 2.flokkur 4-6 og 5-3 um nýliðna helgi

Um síðustu helgi fór fram hér á Akureyri svo kallaður „Tvíhöfði“ í 2.flokki karla. SA mætti SR fyrst á laugardeginum kl. 19,00 og svo á sunnudeginum á sama tíma.

Strákarnir okkar

ECC-C 2014

Aðalfundur foreldrafélagsins 9. okt kl 20.30

Aðalfundur foreldrafélagsins verður haldin Fimmtudaginn 9 okt. Kl.20:30 í fundarherbergi skautahallarinnar .

Landslið Íslands í krullu á Evrópumeistaramótið

Fimm liðsmenn frá Krulludeild Skautafélags Akureyrar skipa landslið Íslands í krullu (curling) árið 2014. Liðið heldur út á morgun til Zoetermeer í Hollandi til þátttöku í Evrópumeistaramótinu sem haldið verður 5.-11. október.

Skellur á Heimavelli - Víkingar vs Esja 2:5

Frammistaða SA-Víkinga gegn Esjunni var ekki beysin fyrir framan hálftóma stúku í Skautahöllinni á Akureyri í gær. Lokatölur 2 - 5 Esjunni í vil. Esju-menn mætu grimmir til leiks og ljóst var frá upphafi að þeir myndu ekki gefa þumlung eftir á meðan Víkingar voru værukærir, og kannski aðeins um of, eftir góða byrjun í mótinu .

Víkingar vs Esja á morgun þriðjudag kl.19,30

UMFK-Esja er nýjasta liðið í deildinni og stundum nefnt "nýliðarnir"

Enn einn sigur hjá Víkingum og Ásynjur ósigraðar enn

Víkingar báru sigurorð af SR-ingum í Laugardal síðastliðinn föstudag, lokatölur 3-6. Víkingar hafa því unnið 4 leiki í röð og sitja efstir í deildinni með 13 stig. Ásynjur sigruðu Björninn 2-3 með Gullmarki í framlenginu á laugardeginum í Egilshöll og 2. Flokkur tapaði sínum leik 9-2.