29.04.2014
Nú er undirbúningur fyrir Ice Cup í hámarki. Vinna heldur áfram við svellið fram eftir miðvikudegi, en dagskrá, viðburðir og leikjafyrirkomulag er nokkuð klárt.
29.04.2014
Frá 4. til 18. maí verður boðið upp á byrjendaæfingar í íshokkí tvisvar í viku. Verðið er 3.000 krónur og allur búnaður innifalinn.
28.04.2014
Vinna við undirbúning fyrir Ice Cup er nú í fullum gangi, bæði á svelli og utan þess. Vinnufúsar hendur krullufólks eru velkomnar í Skautahöllina annað kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 19.30. Þá heldur áfram vinna við merkingar og frágang á svelli, sem og standsetningu, þrif og annað í tengslum við sjopp og veitingaaðstöðuna.
27.04.2014
Boðað er til aðalfundar Íshokkídeildar Skautafélags Akureyrar mánudagskvöldið 5. maí kl. 20.00 í fundarherbergi Skautahallarinnar.
23.04.2014
Boðað er til aðalfundar Skautafélags Akureyrar fimmtudagskvöldið 15. maí. Venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins.
22.04.2014
Ólafur Hreinsson var í kvöld kjörinn formaður Krulludeildar SA næsta starfsárið í stað Haralds Ingólfssonar sem ekki gaf kost á sér til áframhaldandi setu. Rekstur deildarinnar réttu megin við núllið.
21.04.2014
Vormótið í íshokkí verður spilað í tveimur deildum á þriðjudögum og fimmtudögum í maí. Hér eru upplýsingar um Deild I.
21.04.2014
Í apríl og maí verður spilað Vormót í íshokkí í tveimur deildum. Hér eru upplýsingar um Deild II.
21.04.2014
Miðvikudaginn 23. apríl verður hin árlega Vorsýning listhlaupadeildar. Disneyþema verður að þessu sinni.
21.04.2014
Nú er að komast mynd á keppnisfyrirkomulag, reglur og dagskrá Ice Cup, enda ekki seinna vænna því mótið hefst með hefðbundnu opnunarhófi miðvikudagskvöldið 30. apríl kl. 21. Á aðalfundi Krulludeildar, sem haldinn verður þriðjudagskvöldið 22. apríl verður farið yfir ýmis mál er varða undirbúning og skipulag mótsins og spurningum svarað ef eitthvað þarfnast útskýringar.