Krulluæfing á laugardagskvöld

Vegna eftirspurnar frá liðum sem mæta á Ice Cup eftir tvær vikur hefur verið ákveðið að laugardagskvöldið 19. apríl verði boðið upp á krulluæfingu.

Vormót hokkídeildar hefst strax eftir páska - skráningu lýkur á föstudaginn langa

Síðustu hefðbundu æfingar yngri flokka í íshokkí verða laugardaginn 19. apríl. Vormótið hefst núna tíu dögum fyrr en í fyrra þar sem ísinn verður aðeins í boði til 20. maí og bæði alþjóðlegt krullumót og hokkímót á dagskránni.

Íslandsmeistarar

Lið 4. flokks er Íslandsmeistari í íshokkí 2014. Verðlaunaafhending fór fram í beinni útsendingu á SA TV fyrr í kvöld - og hér er upptaka af afhendingunni. Ljósmyndir síðar.

Aðalfundur Krulludeildar þriðjudaginn 22. apríl

Boðað er til aðalfundar Krulludeildar Skautafélags Akureyrar þriðjudaginn 22. apríl kl. 20.00 í fundarherbergi Skautahallarinnar. Fundurinn verður jafnframt kynningar- og undirbúningsfundur vegna Ice Cup og er krullufólk sem tekur þátt í mótinu hvatt til að mæta.

Þriðja framlengingin í röð, sigur og silfur

Íslendingar lögðu Ísraela í lokaleik sínum í II. deild A á Heimsmeistaramótinu í íshokkí karla og tryggðu sér silfurverðlaun á mótinu. Fóru í framlenginu þrjá leiki í röð, unnu tvo þeirra í vítakeppni.

Sigur á Serbum eftir vítakeppni

Óhætt er að segja að Íslendingar þurfi að hafa fyrir stigunum sem þeir safna sér til þess síðan vonandi að fá silfurverðlaunin í II. deild A á Heimsmeistaramóti karla í íshokkí. Sigur í vítakeppni gegn heimamönnum í dag og úrslit annarra leikja hjálpa.

Mammútar Íslandsmeistarar í krullu 2014

Mammútar urðu í gær Íslandsmeistarar í krullu í fimmta sinn, en þetta er í þrettánda sinn sem keppt er um titilinn.

Sigur í framlengingu, Jóhann Már með tvö

Karlalandsliðið í íshokkí sigraði Ástrali í framlengingu í II. deild A á Heimsmeistaramótinu í gær. Jóhann Már Leifsson opnaði markareikning sinn hjá A-landsliðinu og skoraði tvisvar.

Tímatafla og almenningstímar í páskavikunni

Opið verður fyrir almenning kl. 13-16 alla daga í páskavikunni nema hvað lokað verður á páskadag. Æfingar verða hjá deildunum skv. breyttri töflu í páskavikunni.

Úrslitaleikir Íslandsmótsins á laugardag

Íslandsmótinu í krullu lýkur á laugardagskvöld, 12. apríl, en þá fara fram úrslitaleikir sem áttu að fara fram mánudagin 24. mars en var frestað vegna bilunar í íshefli. Leikirnir hefjast kl. 18 á laugardag. Verðlaunaafhending og flatbökur í höllinni eftir leiki.