Bilun í íshefli, óvíst hvenær hægt verður að hefla

Bilun varð í Zamboni-ísheflinum fyrr í kvöld. Viðgerð stendur yfir. Óvíst er hve langan tíma tekur að koma heflinum aftur í gagnið. Líklegt er að bilunin muni hafa áhrif á æfingar í íshokkí á morgun (þriðjudag). Nýjar upplýsingar verða settar hér inn um leið og málin skýrast.

HM kvenna í íshokkí hefst í dag

Kvennalandsliðið í íshokkí verður á svellinu í Skautahöllinni í Laugardal þessa vikuna þar sem liðið spilar í 2. deild B í Heimsmeistaramótinu. Fyrsti leikurinn er í kvöld. Tvær af hverjum þremur í liðinu eru í SA og þrjár að auki fyrrum leikmenn SA.

Hokkí fyrir hópa, kynntu þér málið

Meistaraflokkur karla í íshokkí hjá Skautafélaginu bryddar upp á skemmtilegri nýjung og nú býðst hópum og fyrirtækjum að spila alvöru íshokkíleik með dómurum, þjálfurum og öllu tilheyrandi.

Upplýsingar um æfingatíma helgarinnar

Vegna óveðurs og ófærðar hefur Frostmóti listhlaupadeildar SA verið frestað og tilfærslur verða á æfingum U-18 hokkílandsliðsins. Æfingar verða skv. æfingatöflu deildanna á laugardagsmorguninn, en smávægilegar breytingar á sunnudag.

Frostmótinu frestað til 5. og 6. apríl

Vegna verðurútlits og færðar hefur mótsstjóri Listhlaupadeildar frestað Frostmótinu sem vera átti núna um helgina. Mótið verður haldið helgina 5. og 6. apríl.

3-0!!!

Íslandsmeistarar! SA Víkingar lögðu Björninn, 5-3, í þriðja leik liðanna á Íslandsmóti karla í íshokkí og lönduðu Íslandsmeistaratitlinum með sannkölluðum glæsibrag, unnu einvígið 3-0.

Í kvöld kl. 19.30: Víkingar - Björninn

Þriðji leikur í úrslitakeppni Íslandsmóts karla í íshokkí fer fram í kvöld og hefst kl. 19.30. Víkingar leiða einvígið, 2-0, en þrjá sigra þarf til að hampa titlinum.

Íslandsmótið í krullu: Mammútar í úrslit

Mammútar sigruðu Ice Hunt í undanúrslitum Íslandsmótsins í krullu, 9-8, í framlengdum leik þar sem úrslitin réðust á síðasta steini í aukaumferð.

Undanúrslit Íslandsmótsins: Mammútar - Ice Hunt

Í kvöld, mánudagskvöldið 17. mars, mætast Mammútar og Ice Hunt í undanúrslitum Íslandsmótsins í krullu 2014.

2-0!!

Víkingar eru komnir í þá stöðu að geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí karla í þremur leikjum eftir glæsilegan sigur í Egilshöllinni í kvöld. Fimm mörk gegn engu á fimmtíu mínútum áður en Björninn komst á blað.