Enn erfið leið að titlum þrátt fyrir stórsigur á SR

Kvennalið SA á enn erfiða leið fyrir höndum til að verja deildarmeistaratitilinn og tryggja sér oddaleiksréttinn í úrslitakeppninni gegn Birninum, þrátt fyrir 16 marka sigur á SR í kvöld. Þurfa átta marka sigur gegn Birninum í lokaleik deildarinnar.

SA - SR, kl. 19.50 (breyttur leiktími)

Í kvöld mætast SA og SR í mfl. kvenna á Íslandsmótinu í íshokkí. Athygli er vakin á breyttum leiktíma, en leiknum seinkar vegna leikja í VÍS-móti SA í íshokkí í 5., 6. og 7. flokki. Leikur SA og SR hefst kl. 19.50.

Dagskrá Vís mótsins

DAgskrá Mótsins

Breytingar á almenningstímum vegna Barnamóts SA í íshokkí

Opið föstudaginn 21. febrúar kl. 13-16 og skautadiskó kl 19-21. Lokað laugardaginn 22. febrúar - enginn almenningstími. Opið á sunnudag kl. 14-16.

Breytt verð frá PAPCO

Breytt verð

Breytingar á æfingum 20., 22., 23., 25. og 26. febrúar

Með samkomulagi milli Íshokkídeildar og Listhlaupadeildar verða nokkrar breytingar og tilfærslur á tímum fimmtudaginn 20., þriðjudaginn 25. og miðvikudaginn 26. febrúar. Einnig falla niður allar æfingar á laugardag og fyrri hluta sunnudags, bæði í listhlaupi og íshokkí, vegna Barnamóts SA í íshokkí.

Seinir í gang, en sigurinn öruggur

Víkingar fóru hægt af stað í leik sínum gegn Birninum sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld, en þegar mulningsvélin vaknaði var Björninn unninn. Víkingar náðu tveggja stiga forskoti á Björninn á toppi deildarinnar.

Lokaspretturinn hafinn, Víkingar-Björninn í kvöld

Í kvöld verður tekið fyrsta skrefið í lokasprettinum í deildarkeppni Íslandsmóts karla í íshokkí þegar Björninn kemur norður og mætir Víkingum. Einu stigi munar á liðunum.

Öruggur sigur SA á SR

Þrjú stig skilja að SA og Björninn í deildarkeppni Íslandsmótsins í íshokkí kvenna. Markatalan er Birninum í hag jafnvel þótt SA tækist að jafna stigatöluna með sigri í lokaleik liðsins í deildinni.

Tap og sigur hjá Jötnum

Eftir naumt tap gegn Húnum í Egilshöllinni í gærkvöldi náðu Jötnar að sigra Fálka í kvöld með sex marka mun.