NIAC hokkímótið, úrslit leikja

Nú er lokið sex leikjum af tíu á NIAC hokkímótinu sem fram fer í Skautahöllinni um helgina.

Northern Iceland Adventure Cup - NIAC

Helgina 16. og 17. maí verður haldið árlegt kvennamót í íshokkí, Norhern Iceland Adventure Cup, NIAC, í Skautahöllinni á Akureyri.

Tvö ný myndaalbúm: 3. og 4. flokkur í íshokkí, verðlaunaafhending

Lið SA í 4. flokki varð Íslandsmeistari í vetur og fékk sín verðlaun afhent fyrir nokkru. Lið 3. flokks vann til silfurverðlauna - sem mörgum finnst þó að hefðu átt að vera gullverðlaun eftir undarlega lokahelgi Íslandsmótsins í lok apríl.

Ice Cup: Skilaboð frá formanni að afloknu glæsilegu móti

Frá formanni Krulludeildar til krullufólks: Kæru félagar! Enn og aftur sýndum við krullufólk hvers við erum megnug með samtakamætti, samstöðu og mikilli vinnu þegar við héldum alþjóðlega krullumótið Ice Cup í ellefta sinn - stærra en nokkru sinni áður og með fleiri erlendum keppendum en innlendum. Einn af erlendu gestunum leggur til að við fáum túristaverðlaun Ferðamálastofu 2014.

Félagsgjöldin á leið í loftið

Innan skamms birtast greiðsluseðlar fyrir félagsgjöldunum í heimabönkum skráðra félagsmanna.

Aðalfundur listhlaupadeildar mánudaginn 12. maí

Boðað er til aðalfundar Lishlaupadeildar Skautafélags Akureyrar mánudagskvöldið 12. maí kl. 19.30 í fundarherbergi Skautahallarinnar. Aðalfundur foreldrafélags deildarinnar verður kl. 19.00.

Ice Cup: Úrslitaleikir kl. 14.45

Nú eru aðeins tveir leikir eftir í deildakeppninni, en nú þegar er ljóst hvaða lið leika til úrslita um verðlaun í A-deild, B-deild og C-deild.

Ice Cup: Skipting í A-B-C deildir og leikir laugardags

Nú liggja fyrir öll úrslit föstudagsins og klárt havða lið fara í hvaða deild á lokadegi og hver spilar við hvern.

Ice Cup: Leikir föstudagsins

Nú er keppni lokið í dag og öll úrslit, staða og leikir morgundagsins eru komin inn í excel-skjalið hér á vefnum.

Ice Cup: Keppni hefst kl. 9 í dag

Ellefta Ice Cup krullumótið var sett á opnunarhófi í gærkvöldi, en keppni hefst kl. 9 í dag. Metþátttaka er í mótinu, alls taka 20 lið þátt og hafa aldrei jafnmargir erlendir keppendur verið skráðir til leiks og nú.