15.09.2014
Leikmenn SA uppskáru ríkulega í suðurferð nýliðinnar helgi. Víkingar mættu nýju liði Esjunar í fyrsta sinn í Laugardalnum, lokatölur leiksins urðu 8-3. Á sama tíma spilaði 3. Flokkur SA við Björninn í Egilshöll og unnu þeir sinn leik 8-1. Fyrir leikinn í Laugardalnum söng karlakór Esjunnar þjóðsönginn fyrir viðstadda og ljóst að nýji græni liturinn hefur ekki aðeins hleypt fersku blóði í deildarkeppnina heldur er liðið líka með sína eigin sérstæðu stemmningu í kringum sig sem gaman er að en öll umgjörð í kringum leikinn var til fyrirmyndar.
12.09.2014
Ásgrímur Ágústsson heiðursfélagi Skautafélagsins varð sjötugur á þriðjudaginn. Skautafélagið færði honum gjöf í tilefni af deginum en meistaraflokksmenn Víkinga sáu um afhendinguna í afmælisveislu á heimili Ásgríms áður en þeir héldu til leiks gegn SR.
11.09.2014
Fyrsti heimaleikur SA-Víkinga fór fram á þriðjudagskvöldið síðasta og tók liðið á móti SR-ingum sem mættu borubrattir til leiks eftir sigur á Esju helgina á undan á meðan Víkingar töpuðu í framlengingu fyrir Birninum. SA-Víkingar unnu leikinn 5-3 og eru því efstir í deildinni eftir 2 umferðir.
08.09.2014
Nokkrar mannabreytingar hafa orðið á liðskipan SA-Víkinga í meistaraflokki karla yfir sumartímann en liðið sem varð Íslandsmeistari hefur bæði misst og bætt við sig leikmönnum. Richard Tahtinen verður áfram þjálfari liðsins en hann gerði góða hluti með liðið á síðasta ári og getur vonandi byggt ofan á þann grunn á þessu tímabili.
08.09.2014
Fyrsti leikur SA-Víkinga á Íslandsmótinu í Íshokkí fór fram í Egilshöllinni um helgina þar sem Bjarnarmenn sigruðu í framlengingu en lokatölur urðu 4-3. Svolítill haust bragur var á leikmönnum Víkinga en Bjarnarmenn virðast koma mjög sterkir undan sumri. Að mörgu leiti var þessi fyrsti leikur liðanna endurtekning á fyrsta leik síðasta tímabils sem Björninn vann líka með gullmarki í lok framlengingar.
01.09.2014
Öllum iðkenndum og ekki síður foreldrum í Skautafélaginu er boðið á næringar fyrirlestur hjá Fríðu Rún Þórðardóttur sunnudaginn 7. september kl 15.30 á 4.hæð í Rósenborg, áður Barnaskólinn á Akureyri.
01.09.2014
Önnur Krulluæfing vetrarins í kvöld.
30.08.2014
Íshokkí kennsla fyrir byrjendur og þá sem ekki hafa stigið á ísinn lengi. Farið verður í grunntækni og spilað hokkí alla miðvikudaga í september kl 21.10-22.10.
25.08.2014
Fyrsta krulluæfing vetrarins verður í kvöld, 25. ágúst