Breytingar á tímatöflu

Nú er komin inn ný tímatafla með breytingum á tímum á föstudögum, laugardögum og sunnudögum.

Lokaleikur í Akureyrarmótinu í krullu

Í kvöld fer fram lokaleikur Akureyrarmótsins í krullu. Verðlaunaafhending verður mánudaginn 11. nóvember, við upphaf Gimli Cup.

Skráning í Gimli Cup krullumótið - framlengdur frestur

Skráning í næsta krullumót, Gimli Cup, er hafin. Leikið verður á mánudagskvöldum í nóvember og fram í desember. Ef fresta þarf leik verður spilað á miðvikudagskvöldi.

Breytt röðun í búningsklefa á æfingadögum hokkídeildar

Vegna ábendingar um þrengsli á tilteknum tímum hefur niðurröðun í búningsklefa á þriðjudögum og fimmtudögum verið breytt í samráði við yfirþjálfara.

Fálkar fóru með öll stigin

Fálkar hirtu öll stigin þegar þeir komu í heimsókn í Skautahöllina á Akureyri í gærkvöldi og mættu Jötnum. Úrslitin: Jötnar - Fálkar 2-3 (0-2, 2-1, 0-0).

Akureyrarmótið: Mammútar með fullt hús

Lið Mammúta er Akureyrarmeistari í krullu og fór taplaust í gegnum mótið. Ice Hunt tryggði sér annað sætið. Eftir er að leika einn frestaðan leik.

Breyting, ALLIR HÓPAR geta selt, pantið fyrir miðvikud. 6. nóv.

Jólin nálgast, góður sölutími núna.

Jötnar og Fálkar mætast í kvöld

Í kvöld kl. 19.30 mætast Jötnar og Fálkar á Íslandsmótinu í íshokkí karla í Skautahöllinni á Akureyri.

Fimm gullverðlaun á Bikarmóti ÍSS

Þær Pálína Höskuldsdóttir, Marta María Jóhannsdóttir, Aldís Kara Bergsdóttir, Rebekka Rós Ómarsdóttir og Kolfinna Ýr Birgisdóttir unnu sína flokka í Bikarmóti ÍSS um helgina. SA-stelpur náðu sér í alls átta verðlaun.

Akureyrarmótið í krullu, 5. umferð

Í kvöld, mánudagskvöldið 28. október, fer fram lokaumferð Akureyrarmótsins í krullu.