Markaskortur í Egilshöllinni

Björninn sigraði Víkinga í leik liðanna í mfl. karla á Íslandsmótinu í íshokkí á laugardag. Lokatölur urðu 5-1. Tíu mínútna kafli í þriðja leikhluta þar sem Víkingar voru 1-2 fleiri dugði þeim ekki til að skora. Þriðji flokkur vann einn leik af fjórum á helgarmóti í Laugardalnum.

Bikarmót í listhlaupi um helgina

Dagana 25.-27. október fer Bikarmót Skautasambands Íslands í listhlaupi á skautum fram í Skautahöllinni á Akureyri. Hátt í 70 keppendur, 13 frá SA. Allar morgunæfingar í listhlaupi og íshokkí falla niður á laugardag og sunnudag. Breyting verður á almenningstímum báða dagana.

Akureyrarmótið í krullu: Mammútar öruggir

Með sigri á Freyjum tryggðu Mammútar sér Akureyrarmeistaratitilinn í krullu 2013 þó svo að ein umferð sé eftir af mótinu.

Dómaranámskeið á miðvikudagskvöld

Annað kvöld, miðvikudagskvöldið 23. október, verður Orri Sigmarsson með dómaranámskeið í fundarherberginu í Skautahöllinni. Námskeiðið hefst kl. 20.

Brynjumótið afstaðið - myndir komnar í hús

Leikgleðin skein úr hverju andliti á svellinu í Skautahöllinni á Akureyri um helgina. Krakkar í 5., 6., 7. og krílaflokki skautuðu, skoruðu, vörðu og skemmtu sér á Brynjumótinu. Myndaalbúm frá Ása ljós.

Akureyrarmótið í krullu, 4. umferð

Í kvöld, mánudagskvöldið 21. október fer fram 4. umferð Akureyrarmótsins í krullu.

Silvía Rán með fjögur í öruggum sigri SA

SA sigraði lið SR nokkuð auðveldlega á Íslandsmótinu í íshokkí kvenna í Laugardalnum í gærkvöldi. Nýr markvörður, Elise Marie Väljaots, steig í markið hjá SA. Silvía Rán Björgvinsdóttir skoraði fjögur mörk og átti þrjár stoðsendingar. Tvær úr liði SA með sitt fyrsta meistaraflokksmark.

Enginn Víkingur í boxið!

Víkingar áttu ekki í miklum vandræðum með SR í viðureign liðanna í Laugardalnum í gær. Úrslitin: SR - Víkingar 0-5 (0-2, 0-1, 0-2).

Breyttir æfingatímar á mánudag og miðvikudag

Mánudaginn 21. október og miðvikudaginn 23. október verða eftirfarandi breytingar á æfingatímum:

Brynjumótið um helgina, breyttir almennings- og æfingatímar

Hið margfræga og sögulega Brynjumót í íshokkí verður haldið í Skautahöllinni á Akureyri um helgina. Fyrstu leikir hefjast kl. 8.00 á laugardagsmorgni. Allar æfingar í íshokkí og listhlaupi falla því niður fyrir hádegi á laugardag og sunnudag. Enginn almenningstími verður á laugardag og aðeins opið kl. 14-16 á sunnudag.