03.10.2013
Um síðastliðna helgi fór fram helgarmót hjá 3. flokki og var mótið liður í Íslandsmótinu. Aðeins SA og Björninn mættu til leiks.
03.10.2013
Jötnar töpuðu gegn Birninum á Íslandsmótinu í íshokkí karla á þriðjudagskvöldið. Framundan er hokkíveisla á Akureyri um helgina.
01.10.2013
Stjórn Krulludeildar hefur sett saman drög að dagatali fyrir veturinn 2013-2014. Þannig getur krullufólk nokkurn veginn áttað sig á mótafyrirkomulagi vetrarins, dagsetningum og öðru sem framundan er.
01.10.2013
Jötnar mæta Birninum í leik kvöldsins á Íslandsmóti karla í íshokkí. Leikurinn fer fram í Egilshöllinni og hefst kl. 19.30. Jötnar tefla fram tveimur nýjum leikmönnum í þessum leik, Bandaríkjamönnunum Rett Vossler, sem er markvörður, og Ben DiMarco, sem er sóknarmaður.
01.10.2013
Önnur umferð Akureyrarmótsins í krullu fór fram í gærkvöldi. Ice Hunt hefur unnið báða leiki sína til þessa. Freyjur komu sterkar inn í síðari hluta leiksins gegn Víkingum, jöfnuðu og unnu í aukaumferð.
30.09.2013
Keppendur úr röðum Skautafélags Akureyrar komu heim af Haustmóti ÍSS hlaðnir verðlaunapeningum. Alls unnu SA-stelpurnar til tíu verðlauna á mótinu.
30.09.2013
Víkingar lögðu Fálka í leik á Íslandsmótinu í íshokkí karla á laugardaginn. Þeir lentu tveimur mörkum undir en sigruðu að lokum, 5-2.
30.09.2013
Í kvöld, mánudagskvöldið 30. september fer fram 2. umferð Akureyrarmótsins í krullu.
27.09.2013
Núna um helgina fer fram Haustmót ÍSS í listhlaupi á skautum í Skautahöllinni í Laugardal.
27.09.2013
Um helgina fór fram bikarmót í 4. flokki í íshokkí - Bautamótið. SA stóð uppi sem sigurvegari bæði í keppni A-liða og B-liða.